Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 251
249
jan. 1944, reyndist blóðþrýstingur 165/115 og 170/120, en fór upi> í
180 eftir 10 hnébeygjur.
Hinn 5. apríl 1944 var læknirinn við vinnu í lækningastofu sinni,
er hann kenndi skyndilega lasleika í höfði og varð rétt á eftir rænur
laus. Þetta var laust eftir hádegi, og' var læknirinn þegar fluttur í
St. Jósephssjiikrahús, og þar andaðist hann kl. 15.30 sama dag.
Við krufning (ekki réttarkrufning), sem gerð var þar á spítal-
mn, virtist hjartað á stærð við hnefa líksins. A yfirborðinu sást yfir
septum interventriculare talsverður inndráttur á gómstórum bletti
á miðju hjartanu. Hjartavöðvinn var um 20 nnn á þykkt. Lokur og
hjartaæðar eðlilegar.
Nýrun voru fremur lílil og auðvelt að flá capsula af.
Þegar höfuðleðrið var flegið af, kom í ljós, að á gómstórum bletti
i regio parietalis vinstra megin rétt upp undir hvirfli var aðeins
hemað yfir beinið.
í heilanum fannst fingurvítt op framan á hægra lobus frontalis, þakið
blóðlifrum, og lá þetta op inn i hægra ventriculus lateralis. Þegar heil-
inn var skorinn upp, reyndust allir ventriculi fullir af blóði og blóð-
lifrum.
Við smásjárrannsókn kom í Ijós: Byrjandi nephrosclerosis. í hjarta-
vöðva sást greinileg bandvefsaukning og auk þess thrombosis í
nokkrum æðum. í sneiðum frá heila, rétt við blæðinguna, sáust að-
eins blæðingar í heilavefnum og sundurtættur heilavefur. í sneið frá
capsula interna sást oedema og hyperaemia.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
„Verða orsakir dauða G. læknis E-sonar raktar til bifreiðaslyss
þess, er hann varð fyrir 17. jan. 1943, og ef svo er, verður þá að ætla,
að slysið hafi verið hin eina orsök dauða hans eða einungis samverk-
andi orsök og þá að hve miklu leyti?“
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Við meðferð þess í
deildinni viku tveir deildarmenn sæti, yfirlæknir geðveikrahælis rík-
isins, Helgi Tómasson, dr. med„ og yfirlæknir handlæknisdeildar
Landsspítalans, Guðmundur prófessor Thoroddsen, samkvæmt ákvæð-
um 5. gr. laga um læknaráð, með því að þeir höfðu áður tekið afstöðu
lil málsins. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um starfsháttu læknaráðs
tóku sæti þeirra í deildinni yfirlæknir lyflæknisdeildar Landsspítal-
ans, prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson, og kennarinn í heilbrigðis-
fræði við háskólann, Júlíus Sigurjónsson, dr. xned. Réttarmáladeild
afgreiddi málið með ályktun 21. nóv., en samkvæmt ósk tveggja
læknaráðsmanna var málið borið undir læknaráð í heild. Tók ráðið
málið til meðferðar á fundi 29. nóv. og' afgreiddi það í einu hljóði
með svofelldri
Álijktun:
Hinn látni hefur orðið fyrir miklum áverka, sem valdið hefur
blæðingum í vöðvum og undir húð á bol og jafnframt heilahristingi