Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 10
8
Norðfj. Fór batnandi þetta ár, einkum við sjóinn.
Fáskrúðsfi. Afkoma almennings og efnahagur mjög góður.
Berufi. Afkoma manna til sjávar og sveita varð með bezta móti á
árinu.
Síðu. Hagur manna og afkoina betri en verið hefur, síðan Katla gaus
1918.
Mýrdals. Ahnenn afkoma góð.
Vestmannaeyja. Að öllu athuguðu er ekki hæg't annað að segja en
afkoma manna hafi á yfirborðinu verið g'óð. En sé fólkið skoðað
dansandi á eldgíg' sivaxandi verðbólgu og dýrtíðar, sem engan enda
hefur enn tekið, þá geta runnið á marga tvær grímur vegna ástandsins.
Rangár. Afkoma bænda fór batnandi á árinu, því að afurðir þeirra
hækkuðu talsvert í verði, en flestir bændur einyrkjar, svo að um
litlar kaupgreiðslur er að ræða.
Eijrarbaklca. Atvinna á landi, „landvarnarvinnan“ svo nefnda, var
óþrjótandi og kaup afburða gott. Drengur 13 ára, mér vel kunnugur,
fékk t. d. kr. 50,00 á dag. Bifreiðarstjóri einn, sem ók grjóti „í Bret-
anum“, sagði mér sjálfur, að hann hefði haft kr. 6000,00 — sex þús-
und krónur — fríar á mánuði hverjum.
Grímsnes. Afkoma fólks góð. Talið, að skuldir bænda hafi minnkað
til muna.
Keflavikur. Afkoma og hagur manna fór yfirleitt batnandi á árinu.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.1)
Fólksfiöldinn á öllu landinu í árslok 1942 var 123996 (122385 í árs-
lok 1941). Meðalfólksfjöldi samkvæmt því 123191 (121982).2)
Lifandi fæddust 3024 (2643) börn, eða 24,5%0 (21,7%0).
Andvana fæddust 77 (56) börn eða 24,8%„ (20,7%o) fæddra.
Manndauði á öllu landinu var 1292 (1352) menn, eða 10,5%o (11,1 %0).
Á 1. ári dóu 156 (86) börn, eða 51,6%0 (32,5%0) lifandi fæddra.
Hjónavigslur voru 1076 (1023), eða 8,7°4, (8,4%0).
/ Regkjavík var mannfjöldinn í árslok 40902 (39739).
Dánarorsakir eru samkvæmt dánarskýrslum, sem hér segir:
Farsóttir:
Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus) ....................... 4
Barnaveiki (diphtheria).......................................... 1
Barnsfararsótt (febris puerperalis) ............................. 3
Iðrakvefsótt (gastroenteritis acuta) ...................:... 9
Inflúenza ....................................................... 2
1) Eftir upplýsingutn Hagstofunnar. Sumum tölum frá fyrra ári ber ekki alls
kostar saman við siðustu Heilbrigðisskýrslur. Hefur Hagstofan endurskoðað töl-
urnar og leiðrétt, siðan pær skýrslur fóru i prentun.
2) Um fólksfjölda i einstökum héruðum sjá töflu I.