Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 90
88
miklum minna hluta þeirra, er mín vitjuðu. í ferðalaginu framkvæmdi
ég þessar augnaðgerðir: Á Seyðisfirði 1 glaucomaðgerð, tók eitt auga
og einn tárapoka, enn fremur skar ég burt caneroid í neðra augnloki
á 79 ára karlmanni. Á Fáskrúðsfirði tók ég auga úr gamalli konu og
á Djúpavogi einn tárapoka. Af sjaldgæfum sjúkdómum, er ég sá i
fyrsta sinn í þessu ferðalagi, var ein retinitis pigmentosa. Sá sjúk-
lingur á heima á Fáskrúðsfirði. Áður var mér kunnugt um konu með
þennan sjúkdóm. Er hún búsett við Reyðarfjörð. Er þessi sjúkdómur
ekki svo sérlega fátiður hér á landi.
4. Sveinn Pétursson.
Ferðalög þessi voru með svipuðum hætti og áður. Þó virtist að-
sókn vera meiri nú, sérstaklega í Vestmannaeyjum, og má þar að lik-
indum um kenna erfiðum ferðum milli lands og eyja. í Vestmanna-
eyjum var ég í seinna hluta júnímánaðar og dvaldist þar í 8 daga. Á
þeim tíma skoðaði ég rúmlega 150 sjúklinga. Eins og að undanförnu
komu langflestir til min vegna sjónlagstruflana og bólgu í ytri hlutum
augans (conjunctivitis, blepharitis). Ég fann ekkert nýtt glaucom-
tilfelli, en að sjálfsögðu komu til mín glaucomsjúklingar, er bæði ég
og aðrir augnlæknar höfðum rekizt á áður og höfðu fengið læknish
aðgerð. Cataracta matura á öðru auga höfðu 3 sjúklingar, en mjö
sæmilega sjón á hinu, svo að engin ástæða þótti til aðgerða að sv
stöddu. Blenorrhoea sacci lacrymalis höfðu 2 sjúklingar, atresia ductus
lacrymalis 4, scleritis 2, iritis rheumatica 1, blæðingar í retina 1,
strabismus 3. Chalazion-exstirpatio gerði ég á 1 sjúklingi. í Vík i Mýr-
dal skoðaði ég 17 sjúklinga, á Stórólfshvoli i Rangárvallasýslu 21, á
Eyrarbakka 18. Á þessum stöðum hafði ég eins dags viðdvöl á hverj-
um fyrir sig, og var þar ekkert sérstakt að, annað en sjónlagstrufl-
anir og' augnbólgur, nema á Eyrarbakka. Þar fann ég 1 nýtt glaucom-
lilfelli.
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 3024 lifandi og
77 andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 2924 barna og 60 fósturláta.
Getið er uin aðburð 2919 barna, og var hann í hundraðstölum,
sein hér segir:
Höfuð ífar að:
Hvirfil ................
Framhöfuð .............
Andlit .................
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda ...............
Fót ....................
Þverlega .................
94,38 %
1,88 —
0,31 — 96,57 %
2,57-
0,76— 3,33 —
....... 0,10 —
’cjj C