Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 55
53
ég finnst ekki fyrr en kl. 7, enda hef farið úi fyrir þorpið. Gcf hon-
uni um kvöldið ferfaldan maximaldosis af Morphinum hydrochloricum
undir húð. Mig rekur engin nauðung til þess að segja frá þessu.
Það var ekki ætlunin að sálga manninum. Ég hafði reynslu af því, að
hann þoldi morfín með ólíkindum.
Nú sefur hann um nóttina og vaknar klár og hress, hiti nærri horf-
inn og þrautir með öllu, en auðvitað ekki lifrarstækkunin. Frétti
eftir 3 daga, að hann sé kominn á fætur, og nú fær hann ákafan niður-
gang. Send lyf og sagt að liggja um tíma. Ég hef ekki séð manninn
siðan, en hann er sagður vel frískur. *
Séð hef ég hér ýmsa lifrarsjúkdóma, alla vel þekkta. Þetta fár á
einu ári kemur mér spanskt fyrir. Ég mundi hafa ritað um þetta í
Læknablað, ef undirbygging hefði getað orðið sæmileg frá minni
hendi. Hér set ég helztu drætti, eins og þeir virtust mér.
Loks skal þess getið, að nú, 1943, hef ég séð 2 sjúklinga með stækk-
aða lifur, báða í janúar, en ekki frétt af þeim síðan.
Meningitis acuta:
Iíeflavíkiir. Maður í Keflavík, sein vann hjá ameríska setuliðinu,
veiktist skyndilega og dó þar eftir 1—2 daga. 'Reyndist dauðaorsök
ineningitis acuta af völdum pneumococcus tvpus III.
„Pneumonitis“: 1 2 héruðum á Vestfjörðum (ísafj., og Bíldudals) or
sérstaklega skráður sem faraldur lungnakvilli kallaður þessu nafni.
Eru ekki færri en 86 sjúklingar skráðir á ísafirði í mánuðunum
janúar—mai, og skiptast þeir á mánuði, sem hér segir: Janúar 27,
febrúar 25, marz 30, apríl 2, maí 2. Eftir aldri flokkast sjúklingarnir
þannig: 0—1 árs 1, 1—5 ára 11, 5—10 ára 11, 10—15 ára 10, 15—20
ára m. 7, k. 9, 20—30 ára m. 6, k. 11, 30—40 ára m. 2, k. 5, 40—60 ára
in. 6, k. 4, yfir 60 ára ín. 2, k. 1. í Bíldudalshéraði eru aðeins skráðar
2 konur 15—20 ára í ágústmánuði. Sbr. enn fremur umsögn Hest-
eyrarhéraðslæknis hér að framan um kveflungnabólgu.
Bíldudals. Pneumonitis: 2 tilfelli (konur, 15—20 ára) í ágúst.
ísafj. Pneumonitis gekk hér sem faraldur fyrsta hluta ársins, og er
það í fyrsta skipti, sem sjúkdómsins hefur orðið vart hér. AIls komu
á skrá 86 tilfelli. Yfirleitt var sjúkdómurinn vægur, þó fengu flestir
nokkuð háan hita, sem hélzt misjafnlega lengi. Oftast fylgdu veikinni
engin önnur einkenni, og' við skoðun fannst ekkert fyrr en gegnlýst
var, þá 1 eða fleiri smálungnabólgublettir, sem ómögulegt var að greina
frá berklabólgu nema með endurteknum gegnlýsingum. Öllum sjúlt-
lingum batnaði. Enginn súlfanilamíðlyf höfðu áhrif á gang' veikinnar,
né nein önnur lyf.
Psittacosis: Þessi kvilli virðist nú vera horfinn af sjónarsviðinu.
Vestmannaeijja. Veikinnar ekki orðið vart, síðan hætt var að veiða
fýlunga. Eggjatekja bætir jarðabændum upp fýlungatapið, og allir
virðast sætta sig prýðilega við útkomuna. Ég vona, að Vestmanna-
eyingar verði aldrei svo „grænir“ að hætta lífi sínu og sinna fyrir
fýlungann, því að hver getur sagt um það, hvenær engin hætta af
honum stafar.
Sepsis: Getið eins sjúklings (m. 30—40 ára) á júlískrá úr Þistil-
fjarðarhéraði.