Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 223
221
brigðismála, og niun nafn lians um alla framtíð verða við þau tengd.
^ ar nú líklegt, að þessum árvakra framfaramanni hefði fatazt að veita
athygli og skilja gildi annars eins framfaraspors og stigið var til efl-
ingar fræðigrein hans sjálfs með upptöku svæfinganna, er hann hafði
haft ágæt slvilyrði til að geta kynnzt þegar frá byrjun af eiginni sjón
og revnd, auk þess sein skyldan hlaut að reka á eftir honum sem land-
lækni og síðar jafnframt læknakennara að láta ekki merkar læknis-
fræðinýjungar fara fram hjá sér? En hversu ólíklegt sem það má virð-
ast, hníga öll rök að því, að þetta hafi þó hent hann. Eru t.il samfelldar
ársskýrslur Jóns Hjaltalíns frá allri embættistíð lians (1854—1880).
Bera skýrslurnar greinilega með sér, að þær eru ritaðar af manni, sem
er hreinskilnislega öruggur um sjálfan sig og sinar gerðir, enda hefur
enga tilhneigingu til að setja Ijós sitt undir mæliker eða luma á
afrekum sínum. í skýrslunum getur hann jafnan í sérstökum kafla
handlækninga sinna og fæðingaraðgerða. Svæfinga getur hann aldrei
fyrr en 1865, og þá á þann hátt, að nokkurn veginn öruggt þykir að
álykta, einnig með hliðsjón af öðrum heimildum, að þá loksins geri
hann í fyrsta sinn handlæknisaðgerð í svæfingu og þó að öllum líkind-
uin ekki að eigin frumkvæði. Er sannarlega hrvllilega átakanlegt að
lesa út úr þessum skýrslum, hversu skelfilegar píslir hafa að óþörfu
verið lag'ðar á fólk af manni í hinni ábyrgðarmestu læknisstöðu hér
á landi, löngu eftir að svæfingar höfðu náð almennri viðurkenningu,
og ekki einungis verið teknar upp hér á landi, heldur skilmerkilega
um það getið í opinberri skýrslu, sem farið hafði um hendur Jóns
Hjaltalíns sjálfs (sjá siðar). Til dæmis um kvalafullar aðgerðir Jóns
Hjaltalíns, áður en hann tók upp svæfingar, en eftir að þær höfðu
verið hafnar af Jóni Finsen á Akureyri, má nefna: Árið 1858 tek-
ur hann auga úr 14 ára dreng. Árið 1864 sker hann brjóst af konu.
Hið sama ár nernur hann burtu æxli af hálsi sjúklings. Hafði æxli
þetta grafið sig inn á inilli hálsvöðvanna svo djúpt, að það var gróið
við hinar miklu hálsæðar (arteria carotis og vena jugularis), og svo
náið og fast gróið, að skera varð á samvextina með mikilli aðgæzlu
til þess að skadda ekki æðarnar. Þetta gerðist, þegar Jón Hjaltalín
stundaði læknakennslu sina af hvað mestum áhuga, ári síðar en hann
hafði brautskráð fyrsta nemandann (Þorvald Jónsson, síðar héraðs-
lækni á ísafirði). Skýringanna á þessari undarlegu tregðu og tómlæti
hins mikla athafnamanns og brautryðjanda er vafalaust að leita i skap-
gerð lians. En í henni voru veilur og einmitt þess liáttar veilur, sem
ekki munu vera fátíðar í fari mikilla áhuga- og framfarainanna, einnig
þeirra, sem auðnast að marka djúp spor og beillarík fvrir framtíðina.
Hinn mikli áhugi þeirra vill bera athygli, raunsæi og rólega dómgreind
ofurliði. Jafnvel það, að áhugamaðurinn virðist hafa vakandi gát á
öllu, sem til framfara horfir, er oft missýning ein. Áhuginn gerir bann
einmitt öðrum fremur einsýnan, og fjölhæfi hans er fólgið í því, að
hann skiptir svo greiðlega um áhugamál. Jón Hjaltalín hafði ekki verið
við eina fjöl felldur, áður en.hann tók við landlæknisembættinu. Hann
hafði eftir fjögurra ára námsdvöl hjá Jóni Thorstensen (1830—1834)
lagt stund á handlækninganám i Kírúrgiska akademíinu í Kaupmanna-
höfn og lokið þar prófi (1837). Verður því iuvst læknir á geðveikraliæli
L