Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 252
250
(commotio), og sennilegt, að hann hafi fengið mar á heilann (contusio
cerebri).
Eftir slcýrslum þeim, sem fyrir liggja. virðist áverkinn á höfuðið
hafa lent ofarlega á hnakka vinstra megin. Samkvæmt því mætti búast
við, að heilaskemmd af þeim áverka hefði orðið framan til í hægra
lobus frontalis (contrecoup) á því svæði, þar sem blæðing kom í ljós
við krufninguna.
Nú hafði hinn látni hækkaðan hlóðþrýsting, svo og nokkra arterio-
sclerosis í nýrnaæðum og arteriae coronariae cordis. Slíkur hækk-
aður blóðþrýstingur felur ávallt í sér hættu á heilablæðingu.
Kemur því til álita, hvort heilablæðingin stafi af
1. slysinu eingöngu,
2. hækkuðum blóðþrýstingi eingöngu, eða
3. hækkuðum blóðþrýstingi og vefjaskemmdum, sem hlotizt hafa
af slysinu.
Um 1) Ósennilegt er, að slysið sé eina orsök blæðingarinnar, vegna
þess hve langur tími líður frá slysinu, en maðurinn hafði hækkaðan
blóðþrýsting og skemmdar æðar fyrir.
Um 2) Óvenjulegt er, að vanaleg heilablæðing (apoplexia spon-
tanea) komi á þennan stað, því að slíkar blæðingar eru langalgeng-
astar í eða kringum capsula interna. En þó er ekki unnt að synja
fyrir þann möguleika, því að slíkar blæðingar geta komið annars
staðar i heilann.
Um 3) Það mælir með orsakasambandi milli slyssins og blæðing-
arinnar, að blæðingin varð á þeim stað, þar sein helzt var að vænta
skemmda á heilanum eftir áverkann, sem á höfðinu fannst. Gegn
orsakasambandinu mælir tímalengdin, sem er lengri en almennt er
viðurkennt uin slys sem orsök slíkra blæðinga. En hér ber þó að gæta
þess, að sjúkdómurinn er ein samhangandi heild frá slysinu og fram
að dauða hins látna, enda áverkinn rnikill á höfðinu.
Niðurstaða:
Læknaráð lítur svo á, að heilablæðing sú, sem valdið hefur dauða
læknisins, verði ekki rakin eingöngu til slyssins, sem hann varð
fyrir.
Hins vegar telur ráðið viss atriði, sem að framan er getið (hvar í
heilanum blæðingin varð, svo og allur gangur sjúkdómsins), benda
lil þess, að slysið hafi átt sinn þátt í heilablæðingunni og því verið
samverkandi orsök hennar.
Ráðið treystir sér ekki til að úrskurða, að hve miklu leyti slysið
hafi verið orsök heilblæðingarinnar.
Málsúrslil: íslenzki hluli islcnzk-brezku umferðarslysanefndarinnar taldi, að
eigenduni bifrciðarinnar bæri að greiða dánarbætur vegna siyssins, og féllst her-
stjórnin í Lundúnum á ]iá niðurstöðu.