Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 102
100
Sauðárkróks. Slys skráð alls 149, flest smá. Lux. pollicis 1, digiti
complicata 1, fract. costae 5, claviculae 1. epicondyli med. 1, humeri 2,
radii 3, epiphysis ulnae 1, digiti 1, malleoli 1, ossis metatarsi T 1. 3
menn létust af slysförum á árinu. 20 ára maður lenti i jakahlaupi í á
og féll af hestinum og drukknaði. 25 ára maður féll af bát við bryggju
á Sauðárkróki. Náðist hann ekki upp fyrr en eftir um 40 mínútur.
Lífgunartilraunir reyndust árangurslausar. Hann mun hafa verið eitt-
hvað ölvaður. 22 ára piltur frá Sauðárkróki var að vinna við vél í bát.
Fundu j)á skipverjar allt í einu, að vélin stanzaði, og er þeir fóru niður
í vélarrúmið, fundu þeir hann klemmdan undir vélinni, og mun hann
þá þegar hafa verið örendur. Er álitið, að trefill eða önnur flík hafi
flækzt í vélina og hann þannig kastazt til og dregizt niður.
Hofsós. Lux. humeri 2, fract. antebrachii 1, radii 2. Maður drukktv-
aði af smábát í bezta veðri. Ókunnugt um tildrög, því að maðurinn
var einn.
Ólafsfj. Héðan drukknuðu 3 ungir menn við Suðurnes af m/h
Brynjar. Önnur slys ekki stórvægileg. Fract. fibulae 3, claviculae 3,
radii 2, digiti V 1, anguli scapulae 1, ulnae 1, maxillae 1 (drukk-
inn maður datt niður steintröppur). Lux. antebrachii 1. Distorsiones
4, vuln. dilacerat. 11, incis. 16. contus. 19, punct. 1, combustiones I. og
II. gr. 8. Aðskotahlutir: Önglar 2, corpora aliena conjunctivae 5,
nasi 1, corneae 1.
Svarfdæla. Enginn dó af slysförum, en 3 hlutu nokkur örkuml.
Fract. malleoli 2, costae 3, complicata dig'iti IV 1, claviculae 1. Lux.
humeri 3, coxae 1, hestur datt með konu og steyptist kollhnís ofan
á hana. Röntgenskyggning' á Akureyri leiddi í ljós, að um lux. coxae
var að ræða, en ekki fract. colli femoris. Repositio í djvipri svæfingu.
2 ára stúlkubarn hellti sjóðandi vatni úr potti ofan á sig og brenndist
talsvert á handleggjum, lendum og neðri útlimum. Greri furðu fljótt.
57 ára karlmaður fór með framhandlegg í vindu, og var hann tekinn af.
2 aðrir misstu framan af fingrum. Vuln. contus. 8, incis. 4, punct. 3.1
Distorsiones 7, contusiones 4.
Akureijrar. Fract. baseos cranii 3, columnae 1, femoris 4, humeri 6,
cruris 7, antebrachii 13, scapulae 1, metacarpi 1, malleolaris 1, clavi-
culae 6, calcanei 1, costae 7, digiti 1. Lux. coxae 1, humeri 6. Commotio
cei’beri 4. Vuln. sclopetaria 2, incisa 20. Ruptura corneae 1. Con-
tusiones 32. Um skotsárin er það að segja, að í öðru tilfellinu voru
menn að vinna í lestarriimi á skipi, þar sem meðal annars voru vél-
byssur, og vegna ógætni hljóp eitthvað af skotum xir einni vélbvss-
unni, og lenti kúlubrot í handlegg eins mannsins. Maðurinn var
þegar fluttur í sjúkrahús, og tókst strax að ná kúlubrotinu úr. í hinu
tilfellinu hljóp riffilskot í fingur á 10 ára dreng og mölbraut fingur-
beinið (efsta köggulinn). Um hin slysin er það að segja, að til þeirra
liggja ýmsar ástæður, alit frá því, að menn hafa orðið fyrir bíl, og
til þess, að þeir hafa dottið á sléttu gólfi og brotið sig.
Höfðahverfis. Aðeins nokkur smáslys. Barn á 2. áxú hellti niður á
sig sjóðheitum kaffibolla, brenndist á brjósti og hægra upphandlegg.
Drengur var að sækja hesta. Þeir hlupu á gaddavírsgirðingu, er hann
slóð við, og hefur sennilega haldið unx gaddavírsstreng, og slitu hana.