Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 203
201
fclagið ljúka við uppsetningu á hraðfrystitækjum í sláturhúsinu. Upp-
skipunar- og bátabryggja kauptúnsins, sem er eign hreppsins, var
lengd 9 metra í sjó fram. Búnaðarfélag hreppsins keypti dráttarvél
með tilheyrandi jarðyrkjuverkfærum.
Seyðisfi. Hafa litlar verið, þrátt fyrir bætta afkomu almennings, því
að öll stafar hún af setuliðsvinnu. Horfir til vandræða, ef svo heldur
áfram, því að til framleiðslustarfa er orðið illmögulegt að fá nokkra
manneskju, hvort sem er á sjó eða á landi.
Síðu. Þó að afkoma manna sé betri og að því leyti betri skilyrði fyrir
heilsusömu lífi, hefur komið afturkippur í verklegar framkvæmdir.
Veldur því bæði vöntun á vinnukrafti og erfiðleikar með að afla efnis.
Langmarkverðast af framkvæmdum hér er hið stóra og vandaða slút-
ur- og frystiliús, er Sláturfélag Suðurlands lét reisa á Kirkjubæjar-
klaustri síðast liðið sumar. Er gert ráð fyrir, að i frystihúsinu megi
geyma um 8000 dilkaskrokka. Er þar með tryggt, að ekki hljótist
stórtjón af, þó að flutningar stöðvuðust og uniferð tepptist að haust-
inu, t. d. af Kötlugosi. Sláturhúsið er vel vandað og útbúið þannig, að
sem hægast sé að gæta hreinlætis við slátrunina. í sambandi við þess-
ar byggingar á Klaustri var líka reist þar ný rafstöð, miklu stærri og
aflmeiri en sú, sem fyrir var. Hefur nýja |>restsetrið afl frá þessari
stöð og önnur bú á Klaustri, 3—4 talsins, einnig stórt gistihús og vöru-
hús og búð, er Kaupfélag Skaftfellinga á þar. Eitt af stærstu straum-
vötnum héraðsins var brúað á árinu, Geirlandsá á Síðu. Hafa þá verið
brúuð flest stærstu fljótin í héraðinu. Samt eru nokkrar ár óbrúaðar,
sem þörf er að fá brýr á, svo að bílasamgöngur geti orðið öruggar,
þegar ekki hindrar snjór. í þessu sambandi má geta þess, að Jón
Kristófersson skipstjóri í Reykjavík gaf 10000 kr. til sjóðstofnunar í
minningu um foreldra sína. Á að verja vöxtum sjóðsins til að styrkja
og verðlauna trjá- og skrúðgarðarækt hér í Síðuhreppunum: Hörgs-
landshreppi og Kirkjubæjarhreppi.
Vestmannaeijja. Framfarir í húsagerð, einkuui verkamannabústaði
þá, sem verið er að reisa, tel ég til mestu þrifamála þessa bvggðar-
lags. Sameignarfélög útgerðarmanna, olíusamlag, netagerð, lifrarsam-
lag, fisksölusamlag, bátaábyrgðarfélag og isfisksamlag starfa eijis og
að undanförnu og veita fjölda fólks atvinnu. E.s. Sad'ell, sem er að
mestu eign útvegsmanna, hefur flutt út ísfisk til Bretlands. Hafnar-
gerð er haldið áfram. Af nógu er að taka, miðar áfram smátt og smátt,
enda skilyrði frá náttúrunnar hendi erfið. Haldið er áfrain að leggja
liolræsi í götur.
25. Hernám og sambúð við erlent setulið.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Ég kom hingað í júlímánuði frá ísafirði, og voru það mikil
viðbrigði. Ég sá fáa íslendinga, en alls staðar var yfirfullt af amerísk-
um hermönnum og amerískum „bröggum“. Þá er ég hafði verið nokk-
urn tíma og áttað mig nokkuð á bæjarlífinu, fannst mér hér vera
margt undarlegt og andstyggilegt. Hér úði og»grúði af alls konar knæp-
um. Virtust þær eingöngu sóttar af setuliðsmönnum og íslenzkum
26