Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 44
42
Sauðárkróki og um 100 í sveitinni. Fyrstu kikhóstatilfellin koma
í maí og svo næstu mánuði á eftir, í október er aðeins skráð 1 til-
felli og svo ekkert úr þvi. Alis eru skráð 87 tilfelli, en hafa vitanlega
verið Iangtum fleiri. Af skráðum tilfellum eru 58 frá Sauðárkróki,
40 af þeim höfðu verið bólusett, en 18 ekki. Flest tilfellin væg, og í
engu tilfelli mun veikin hafa staðið lengur en í 2 mánuði, en venju-
lega miklu skemur. Mér virtist ótvírætt, að veikin væri yfirleitt væg-
ari í þeim hörnuin, er höfðu verið bólusett. Er þó erfitt að gera sér
ljósa grein fyrir því um tiifelli utan kaupstaðarins, af því að ekki
var fylgzt eins með þeiin, en þó virtist mér það vera þannig um þau
einnig. Af 40 börnum skráðmn með kikhósta á Sauðárkróki, er
höfðu verið bólusett, telst mér til, að 27 hafi haft mjög vægan kik-
hósta eða létt sog í 1—3 vikur, 9 höfðu sog nokkru lengur, en þó
lengst af mjög létt, en 4 fengu mikil sog, án þess þó að veikjast al-
varlega, þó fengu 2 þeirra talsverða bronchitis. Af 18 skráðum tilfell-
um á Sauðárkróki, er ekki voru bólusett, höfðu 12 veikina mjög væga,
en (5 fengu allþungan kikhósta og 2 af þeim lungnabólgu (annað
þeirra 50 ára kona). Nokkur börn munu hafa fengið svo vægan kik-
hósta, að læknis var ekki vitjað. Mér fannst mjög áberandi munur
á þeim börnum, sem höfðu verið bólusett með ensku bóluefni og ís-
lenzku. Af 90 börnum bólusettum á Sauðárkróki fengu 25 enska
bóluefnið. Af þeim eru 5 skráð með kikhósta og öll mjög lítið veik,
en hin 20 var ekki kliniskt hægt að merkja, að fengju veikina. 1 barn
2 mánaða dó úr veikinni, fékk lungnabólgu, hafði ekki verið bólu-
sett.
Hofsós. Gekk um sumarið. Yfirleitt vægur, og telur almenningur
það mikið að þakka bólusetningunni.
Ólafsfj. Eins og getið var um i ársskýrslu 1941, barst kikhósti í
liéraðið með fullorðinni stúlku um jól það ár. Var lengi vafasamt,
hvort hún hefði veikina. A börnum þeim, sem af henni smituðust,
var veikin einnig svo væg, að ekki varð greind með vissu, svo a.ð eng-
inn sjúldingur er skráður fyrr en í febrúar. í þeim mánuði kom
barn héðan, sem verið hafði í Hrisey um skeið og sinitazt ])ar. Var
]>að fyrsti sjúklingurinn, sein greinilegur kikhósti varð greindur á.
Yfirleitt má segja, að veikin hafi verið frekar væg, en þó koinu fyrir
nokkur þung tilfelli. Fylgikvillar varla teljandi. 1 barn dó, fárra mán-
aða gamalt. Alls 60 börn bólusett. Fyrst náði ég í erlent bóluefni í
15 börn, og lét ég' þau yngstu og veilu, þótt eldri væru, sitja fyrir
því. Get ég ekki annað sagt en það hafi revnzt ágætlega. Ekkert
barn af þessum 15 fékk það, sem heitið gat kikhósti, og sum varla
kvef. Hin 45 börnin bólusetti ég með íslenzku bóluefni, og virtist mér
það koma að litlu gagni. Þó er hæpið, að sum barnanna hafi verið
bólusett nógu snemma, og sama er að segja um þau, sem fengu er-
lenda efnið. Kleifaþorpið slapp alveg við kikhóstann og nokkur hluti
sveitarinnar.
Svarfdæla. Nokkur faraldur febrúar -marz, en fremur vægur.
Akureyrar. Talsvert útbreiddur fystu mánuði ársins, en alltaf
vægur.
Höfðahverfis. Harst hingað frá Akureyri í janúar og aftur á 2 bæi,