Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 101
99
vík. Engum getuni skal leitt að því, hvað þarna skeði, en skömmu
síðar rak iík á Látrafjöru. Einnig ralc 2 lík í Fljótavík, 2 í Bolungar-
vík, 2 í Furufirði og 1 í Reykjarfirði. Enn fremur fundust manna-
bein í Barðsvík. 24. ágúst voru (i likanna jörðuð í kirkjugarðinum við
kapelluna i Furufirði. 1 lík var jarðað að Stað í Aðalvík, og 1 var
dysjað í Fljótum, illa útlítandi. Beinin, sem fundust í Barðsvík um
miðjan október, voru jörðuð í Furufirði um s. 1. áramót. Ekkert Iik-
anna sá ég og vissi ekki um fund þeirra, fyrr en biiið var að jarð-
syngja þau.
Reykjarfí. Ung stúlka brenndist svo í vor, að hún beið bana af á
leið til sjúkrahússins á Hólmavik. Maður miðaldra fór í vélsög á
Djúpuvík, missti framan af 2 fingrum bægri handar og stórskeinmdi
binn 3. Öldruð kona dalt niður stiga, fékk stórt sár á vinstra gagn-
auga og commotio cerebri.
Hólmavikur. Mesta slysið varð, er kona skaðbrenndist svo, að hún
heið bana af. Maður var að hita tjöru á eldavél. Kviknaði í tjörunni
og slettist í föt konunnar. Hún hljóp strax út og varð alelda á svip-
stundu. Maður, sem ætlaði að rífa fötin af henni, brenndist mikið á
báðum höndum. Konan fékk I. og II. stigs brunasár um allan líkam-
ann. Lifði í 17 stundir. Auk þess ambustio faciei (maður var að hita
upp vél með primus, sem sprakk). Corpora aliena oculi (5 (oftast
járnflísar), manus et digitorum 8 (önglar), palpebrae sup. 1 (öng-
ull), oesophagi 2 (fiskbein), fract. claviculae 1 (datt af baki), costae
(i (fall og högg á síðuna), femoris 1 (maður lenti með stakk og stíg-
vél í skipsvinduna). Contusiones et distorsiones 10. Vulnera incisa et
puncta 29 (mest á höndum).
Miðfí. Bát með 6 mönnum hvolfdi á miðjum Miðfirði og sást vel
frá landi. Var þegar róið út, en þá voru 3 fullorðnir menn drukknaðir
og fundust ekki. 2 unglingar björguðust strax og náðu sér fljótt.
Brengur 10 ára gamall náðist meðvitundarlaus, og tók á annan klukku-
tíma að lífga hann. Telpa 13 ára datt af hestbaki og kom niður á höf-
uðið. Var hún borin meðvitundarlaus til næsta bæjar og dó skömniu
seinna. Ekkert sást á líkinu nema lítill marblettur á enni. Commotio
cerebri 2, fract. costae 1, Collesi 1, ossis metacarpi 1, digiti manus 1,
lux. humeri 1, digiti manus 1. Combustiones II. gr. 2, contusiones 10,
vulnera 8.
Blönduós. Slysfarir óvenjulega tíðar. Beinbrot 9, liðhlaup 4, benjar
24, brunar 5, aðskotahlutir 5, mör 9 og tognanir 2. Fract. baseos cranii
1, humeri 1, tibiae 1, fibulae 1, radii 2, claviculae 2, cubiti 1. Lux.
humeri 3, digiti 1. Alvarlegast meiðsli hlaut bílstjóri, sem var að
steypa hlassi úr vagni sínum og lenti sneð höfuðið á milli stýrishúss
og vagnkláfsins, þegar hann skall aftur á sinn stað. Kúpan brotnaði,
og blæddi út í báðar augn-tóftirnar og hlustirnar, en andlitstaugin
lamaðist öðrum megin. Maðurinn lifði af, en missti alveg heyrn á
öðru eyra og sjón á öðru auganu. Ungur maður úti á Skaga fann
tundurdufl í fjörunni, skrúfaði af því eitt kveikjuhornið, bar það heim
í bæ og sló á það hamri til þess að ná því í sundur. Sprengingin tætti
höndina, svo að talca varð af 2 fingur. Piltur rak ryðgaðan járnfleyg
inn í lærvöðva, og gróf í.