Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 64
62
Flestir þeirra hafa gert það undanfarin ár, svo að ég hef varla ástæðu
til að rengja útkomuna. Þó voru 4 börn í Skeiðahreppi talin jákvæð
nú, sein voru talin neikvæð í fyrra. Átti ég ekki von á því. Börnin
eru sitt frá hverju heimili, og mér vitanlega er ekki nein tbc. í fjöl-
skyldum þeirra. Auk þess gerði herklayfirlæknir Moropróf á fávit-
unum í Sólheimum í Grímsnesi, sem ég dæmdi eftir 72 klst. Síðast-
Jiðið sumar dvaldist starfsstúlka um tíína á hælinu. Var hún berkla-
veik. Var talin liafa heilbrigðisvottorð. Hafði hún skotið sér undan
eftirliti, sem hún átti að vera í hjá Líkn.
Keflavikur. Ber ekki mikið á berklaveiki í jafnfjölmennu héraði,
en að visu vont að hafa yfirlit yfir það, þar sem fólk leitar talsvert
burtu til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Vífilsstaða, cn oft verða
vanhöld á, að niðurstöður rannsókna herist í hendur héraðslækni.
Héraðslæknir gerði berklarannsókn á öllum skólabörnum í hérað-
inu og gerði ráðstafanir til frekari rannsóknar, þar sem tilefni var til.
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingaflöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
j u k I....... ,, ,, ,, 1 ,, ,, ,, ,, ,, ,,
Sjúkdómsins er ekki getið á mánaðarskrám, en Iækningar hafa
leitað i Röntgendeild Landsspítalans 2 sjúklingar, þar af aðeins annar
Islendingur (a. faciei), en hinn Færeyingur (a. colli).
Læknar láta þessa getið:
Rangár. 1 sjúkling úr Mýrdalshéraði (Austur-Eyjafjöllum) sá ég
með þennan sjúkdóm (i glandulae retroinandibulares). Lá fyrst í sjúkra-
skýlinu, og var skorið í bólguna þar, síðan sendur á Landsspítalann
til frekari aðgerða. Batnaði.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—-VI.
S júklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Á Laugarnesi 19 22 19 18 18 17 17 17 16 16
í héruðum . . 8 9 7 7 6 5 4 5 5 6
Samtals .... 27 31 26 25 24 22 21 22 21 21
Utan sjúkrahúsa er getið 6 sjúklinga í þessum héruðum í árslok,
hinna sömu og á síðast liðnu ári:
Rvík: 2 (karlar 44 og 63 ára).
Hóls: 1 (kona 86 ára).
Húsavíkur: 2 (karl 61 árs og kona 67 ára).
Grímsnes: 1 (karl 73 ára).
Læknir holdsveikraspítalans í Kópavogi lætur þessn getið: