Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 115
113
er sannkölluð neyð að hafa ekki nokkur herbergi til að einangra
sjúklinga utan sjúkrahúss, því að þar er ekki hægt að einangra ör-
skarlatssótt, barnaveiki, taugaveiki o. fl., þegar þessar sóttir
cru á ferð, nema því aðeins að stofna sjúklingum, sem eru á sjúkra-
húsinu, í opinn voða. Gæti ég nefnt ömurleg dæmi máli mínu til
stuðnings.
Keflavíltur. Sjúkraskýlið í Sandgerði starfrækt eins og venjulega.
f'ór héraðslæknir % dag i viku til Sandgerðis og stundaði sjúklingana.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuvernd. Sjúkrasamlög.
H j ú k r u rt a r f é l ö g.
1. Hjúkrunarfélagið IÁkn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1942 hafði hjúkrunarfélagið Líkn 7 fastráðnar hjúkrunar-
konur í þjónustu sinni til 1. maí, en ])á var 8. hjúkrunarkonunni bætt
við. Störf þeirra skiptust þannig, að 2 störfuðu við berklavarnan-
stöðina, 3 við ungbarnaverndina og 2 við bæjarvitjanir ti! sjúldinga
til 1. maí, én frá þeim tíma 3. Auk þess starfaði afgreiðslustúlka
við herklavarnarstöðina og við ungbarnaverndina stúlka, sem sá um
Ijósböð ungbarna. Farið var í 7199 sjúkravitjanir, þar af voru 6306
sjúkrasamlagsvitjanir. Meðlimatala Lilcnar er um 235. Tekjur félags-
ins voru á árinu kr. 144388,01, og gjöld kr. 132020,57. Gjafir til
berklavarnarstöðvarinnar hafa verið metnar til peninga, er nema kr.
1250,00, auk 300 litra af lýsi, er stöðin úthýtti síðan.
2. Hjúkrnnarfélag Ólafsvíkur aðstoðar sjúka og fátæka.
3. Kvenfélagið Hringurinn, Stykkishólmi: Hafði á árinu eins og
undanfarin ár stúlku í þjónustu sinni til hjálpar á heimilum í veilc-
indum. ,,Er hún ólærð, en natin við veika og kemur því að góðu liði,
er svo ber undir.“
4. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Fyrir störfum ]>ess á árinu
gerir héraðslæknir grein hér á eftir.
5. Hjúkrunarfélagið Samúð, Bíldudal. Styrkir sjúklinga með fé-
gjöfum, en að öðru leyti er ekki skýrt frá störfum þess á árinu.
6. Rauðakrossdeild Akureijrar. Tala meðlima 123. Tekjur á árinu
kr. 7668,00. Gjöld 3601,03. Éignir 11168,08. Sjúkravitjanir 46. Vöku-
nætur 23. Deildin starfaði með sama hætti og undanfarin ár.
Hjúkrunarkona starfaði að hjúkrun í bænum og var jafnframt starf-
andi við Berklavarnarstöð Akureyrar. Starfaði hún frá 14. maí, en
siðan hefur deildin ekki getað haft neina hjúkrunarkonu vegna fjár-
eklu, enda óvíst, hvort hjúkrunarkona hefði fengizt. Haldið var nám-
skeið í hjálp í viðlögum. Deildinni bárust að gjöf 32 sjúkrarúm frá
Rauðakrossi íslands, og voru þau hluti af stærri gjöf sjúkrarúma, er
Rauðakross Bandarílcjanna hafði gefið íslenzka Rauðakrossinum.
Þessi 32 rúm voru höfð til taks í Barnaskóla Akureyrar, sem nota
átti sem sjúkrahús, ef til loftárása hefði komið. Sjúkrabifreið deildar-
innar er nú að verða algerlega ónothæf, en fór á árinu 63 ferðir, þar
af 33 innan bæjar, en 30 utan bæjar. Deildin fékk kr. 1000,00 styrk
frá Akureyrarbæ, 400,00 frá Eyjafjarðarsýslu og 300,00 frá Þing-
15