Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 28
26
Siðu. Hefur ekki orðið vart í þessu liéraði þann tíma, sem ég hef
verið hér, nærri aldarfjórðung.
Vestmannaeyjci. Ekki gert vart við sig í mörg ár.
Keflavikur. Kona veiktist alvarlega. Hafði fæðing verið mjög lang-
dregin og endaði með afarerfiðu tangartaki. Konunni batnaði alveg
við prontosíl. Önnur kona fékk væga barnsfararsótt, batnaði einnig af
prontosíl.
6. Gigtsótt (febris rheumatiea).
Töflur II, III og IV. 6.
S júklingafjöldi 1931 3—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl. . . . ... 128 147 160 91 97 105 79 75 85 117
Dánir . . . 1 1 2 2 1 1 1 9f
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. 2 tilfelli, þrálát. Batnaði báðum.
Dala. 1 tilfelli í október. Af vangá ekki getið á mánaðarskrá.
Blönduós. Gerði að þessu sinni ekkert vart við sig.
Ólafsjj. Á árinu komu fyrir 4 tilfelli, og er það óvanalegt. 2 sjúkling-
ar voru í sama húsi.
Akureijrar. Að minnsta kosti 2 skráðra tilfella bæði þung’ og lang-
varandi.
Öxarfj. 3 sjúklingar, og er það óvanalega mikið.
Seijðisfj. Mjög fátíð hér. í ár vciktist ungur maður og lá lengi þungt
haldinn.
Fáskrúðsfj. Flest tilfellin væg, en alllangvinn.
Síðu. Varð ekki vart.
Vestmannaeyja. Fátíð.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töt'lur II, III og IV, 7.
S júklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl........ 11 19 24 9 20 3 6 3 4 5
Dánir ....... 2 „ 1 ,, 2 „ 1 ,, ,, ,,
Taugaveiki er getið í 3 héruðum, en sjúkdómsgreining vafasöm í
einu þeirra (Akureyrar, 2 sjúklingar). Óþekktum smitberum vafalítið
alls staðar við að dreifa.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Kom ekki fyrir í héraðinu á árinu.
Ólafsvikur. 1 fullorðinn karlmaður fékk taugaveiki, aðrir ekki.
Taugaveikissmitberar munu engir vera.
Ögur. 2 tilfelli komu fyrir á sama bænum í desember. Það voru
hvort tveggja konur 30—60 ára. Auk þeirra voru á bænum 3 full-
orðnar manneskjur, 2 konur og 1 karlmaður, sem öll höfðu fengið
taugaveiki fyrir 12—14 árum og ekkert annað fólk á heimilinu. í þessu