Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 72
70
störf sín eins og áður, þar til í vor, að hann fór að kenna óþæginda í
maga. Fór þá til Reykjavíkur, og var mynd tekin af maganum. Sýndi
myndin magakrabba (scrirrhus) á svo háu stigi, að ótrúlegt mátti
heita, borið saman við líðan sjúklingsins. Hann hefur svo dvalizt
heima, verið rúmliggjandi síðan i haust og fengið vaxandi skammt
af morfíni til þess að hafa sæmilegan frið. 89 ára gömul kona fór fyrir
1 % ári að kenna óþæginda við að kingja. Ágerðist þetta svo, að hún
gat aðeins borðað fljótandi fæðu. En vanlíðan var lítil með þessu, og
var því ekki leitað til læknis, fyrr en gamla konan fékk hið vonda
kvef, sem fyrr er nefnt, og kveflungnabólgu. Dó hún úr því.
Mýrdals. Skráð roskin kona með ca. ventriculi (ekki á mánaðar-
skrá).
Rangár. Alls létust 5 sjúklingar á árinu (enginn á mánaðarskrá),
og er það svipað og undanfarandi ár. Allt roskið fólk, og dó það úr
magakrabba.
Grimsnes. 2 sjúklingar Dóu báðii’. Annar ekki á mánaðarskrá.
Keflavíkur. Mest ber á magakrabba, og deyja nokkrir úr honum
(aðeins 1 á mánaðarskrá).
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
.S júklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl.......... „ 6 5 1 2 „ 1 2 2
Kvillans alls ekki getið á árinu, en ólíklegt, að verið hafi eiður sær.
r
C. Ymsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Borgarnes. Algengustu kvillar vafalaust tannsjúkdómar. Gigt mjög
algeng, svo og húðsjúkdómar miklu algengari hér en ég hef áður þekkt.
Ólafsvíkur. Eins og' áður eru þessir sjúkdómar langalgengastir:
Tannskemmdir, blóðskortur, taugaveiklun, húðsjúkdómar, ígerðir,
gigt og meiðsli.
Stgkkishólms. Alltaf eru það tannverkirnir, sem flesta þjaka. 453
tennur hafa verið dregnar út. Gigtin og magakvillarnir verða næstir
í röðinni.
Dala. Tannskemmdir algengastar allra kvilla. Hef ég dregið um 120
tennur úr um 40 sjúklingum, síðan ég kom. Mikið um alls konar
taugaveiklun (25 sjúkl.) og „gigt“ i taugum, vöðvum og liðum (um
20 sjúkl. skráðir). Þá eru magakvillar allalgengir.
Bíldudals. Eins og áður ber mest á taugaveiklun, tannskemmdum,
gigt, meltingarkvillum, hlóðleysi, fingurmeinum o. þ. h„ auk farsótta
A árinu hafa leitað til mín sjúklingar með þessa kvilla auk farsótta-
Tannskemmdir 92, slys ýmiss konar 52, ígerðir og bólgur 78, gigt 1
ýmsum myndum 29, taugasjúkdómar 32, meltingarfærasjúkdómar 28,