Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 70
68
Sa. scapulae ............................... 1
— sterni .................................. 1
— pelvis .................................. 1
— regionis lumbalis ....................... 1
— testis .................................. 2
—• femoris ................................. 1
— cruris .................................. 2
— óstaðsett ............................... 1
Hypernephroma ........................... 4
Tumor cerebri ............................ 4
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarfi. 8 sjúklingar dóu af völdum þessa sjúkdóms.
Borgarfi. 2 nýir sjúklingar, karlmaður um sextugt með krabbamein
í vör (skorinn, batnaði) og kona 41 árs með krabbamein í brjósti,
skorin i Reykjavík, dó eftir 2—3 mánuði (metastases). 3 konur með
krabbamein í brjósti hafa fengið fullan bata með skurði síðan 1932,
en jafnmargar dáið.
Borgarnes. Úr krabbameini (c. mammae & metastases) dó kona á
áttræðisaldri. Hafði haft mein sitt í 12 ár. Gömul kona fékk lungna-
blæðingar og reyndist vera ca. pulmonum. Dó í Reykjavík. Kona á
sextugsaldri hefur recidiv eftir ablatio mammae utriusque og meta-
stases.
Stgkkishólms. 5 nýir sjúklingar skráðir (2 á mánaðarskrám), þar af
4 dánir um áramótin. 2 sjúklinganna eru gamalmenni, en hinir eru
allir á bezta aldri, og meira að segja er einn þeirra 18 ára ungmenni.
Allir koma þessir sjúklingar það seint, að ekkert er hægt að gera,
nema þetta eina, þ. e. a. s. að lina þjáningarnar, sem kallað er. Hér
er alvarlegt mál á ferðinni, sem brýna nauðsyn ber til, að gaumur sé
gefinn. Er ekki athugandi að hefja leit að cancersjúklingum með að-
stoð beztu mannanna, sem völ er á í þeirri grein?
Dala. 2 menn hafa látizt á árinu úr inagakrabba (enginn á mán-
aðarskrá).
Patreksfi. Bóndi 51 árs dó úr ca. cardiae. Kona 59 ára dó úr melano-
sarcoma, að því er haldið var „recidiv“ frá auga, sem tekið var fyrir
2—3 árum.
ísafi. 2 aldraðar manneskjur dóu úr sjúkdómnum á árinu, hvorug
skráð á mánaðarskrár.
Ögur. Ekkert tilfelli á árinu.
Miðfi. 2 sjúklingar skráðir í fyrsta sinn á árinu. Annar sjúklingur-
inn, karlmaður, með krabbamein í maga dó á sjúkrahúsi Hvamms-
tanga eftir tiltölulega stutta legu. Hinn, kvenmaður, 72 ára, með ca.
mammae, vildi ekki láta óperera sig. 3 sjúklingar dóu á árinu, allir
með krabbamein í inaga.
Blönduós. Varð 7 manns að bana á árinu (2 skráðir á mánaðar-
skrár), en af þeim dóu 3 á spítala á árinu, þar af 1 kona með ca.
mammae, hinir allir með magakrabba. Fólkið er undarlega andvara-
laust um að leita sér læknishjálpar i tæka tíð, og stundum virðist ótt-
inn við að vita sannleikann halda aftur af því. Konan með brjóst-
krabbann átti heima hér í næsta nágrenninu, var greindarkona, sagð-