Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 26
24
Skömmu áður en M. veiktist, gistu hjón frá Kjós með 2 börnum hjá Ó.,
en Ijósmóðirin í Kjós, sem er glögg og gætin kona, harðneitar því, að
hálsbólga eða slíkur kvilli hafi gengið í Kjós þetta sumar. Ég orð-
lengi þetta ekki meira, en mér verður samt á að láta hugann dveljast
eitt augnablik við sjóreknu líkin, sem stóðu uppi alllanga'n tíma í
tóftarbroti í Furufirði, en þetta eru sennilega leifar af gamalli hjá-
trú hjá mér.
Reykjarfi. Varð ekki vart hér á árinu. Vegna faraldurs þess, sem upp
kom á ísafirði, er nú verið að „bólusetja“ við þessu liér í héraðinu.
Sauðárkróks. Verður ekki vart, en í sambandi við kikhóstabólu-
setninguna var dælt í fjölda af börnuin einum skammti af difteritis-
toxoid (Havens Method for Single Injection Immunization).
Síðu. Eins og getið er hér að framan, komu fyrir grunsamleg tilfelli
á þessu ári, en þó tel ég víst, að ekki hafi verið um barnaveiki að ræða.
Vestmannaeijja. Engin, svo að vitað sé. Verður hér bólusett, ef veikin
berst hingað, og hefur lyfsölustjóri lofað bóluefni, ef svo ber undir.
Nýtt serum hér til í lyfjabúðinni, ef veikin skyldi berast hingað.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV 4.
S júldingafiöldi 1ÍKIÖ—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl........ 167 10 30 8 48 12 618 2941 135 338
Dánir ....... 3 „ „ 1 „ „ 2 5 1
Smáfaraldrar stungu sér niður á stöku stað, en munu mjög víða illa
greindir frá venjulegu iðrakvefi.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Hefur stungið sér niður hér í bænum síðan 1939. í september
og október sannað af Rannsóknarstofu Háskólans, að um dysenteria-
Flexner væri að ræða.
Stykkishólms. í maímánuði barst þessi sjúkdómur inn í héraðið
hingað til Stykkishóhns með sumardvalarbörnum frá Reykjavík.
Sjúklingar mestur hlutinn börn og unglingar. Veikin lagðist létt á, en
var lengi að tína fólk upp og var eigi um g'arð gengin fyrr en í ágúst.
Bíldudals. Allsvæsin blóðsótt gaus hér upp í ágústmánuði, gekk þó
fljótlega yfir.
Miðfi. Nokkur tilfelli allslæm í ágústmánuði.
Sauðárkróks. 2 tilfelli skráð í september. Var það á afskekktum bæ
og breiddist ekki út, en mun hafa flutzt frá Akureyri jiangað.
Síðu. Óljósa frétt hafði ég af 1—2 tilfellum af enteritis acuta, þar
sem smáblæðinga varð vart, en svo vægt mun það liafa verið og lítið
útbreitt, að um blóðsótt var varla að ræða.
Rangár. Gekk hér yfir sumarmánuðina. Var töluvert slæm.
Keflavíkur. Gengur allhastarlega vfir í Keflavík, einkum í október
(auðsjáanlega skráð sem iðrakvef, blóðsótt engin skráð). Tók mjög
marga, en rénaði fljótt. Sumir lengi að ná sér. Tel sennilegt, að þessi