Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 33
31
vitjað, en sóttin lagðist allþungt á marga, enda v'oru menn tregir til
að liggja í rúminu um hásláttinn.
Hesteijrar. Engir fylgikvillar. Þó bar á þunglyndi í einum sjúklingi
upp úr hettusótt. Hann veiktist 24. maí 1942 og framdi tentamen
suicidii 5. ágúst s. á., og tilraunin tókst, því að hánn andaðist 24. s. m.
(sjá síðar),
Reykjarfi. Margir verið þungt haldnir og' fengið ýmiss lconar fylgi-
kvilla, einkum karlmenn. Hafa margir fengið orchitis og legið lengi
með þjáningum. Spermatogenesis hjá sumum horfin.
Hólmavíkur. Aðalfaraldur ársins. Fór yfir allt, tók unga og gamla.
Hefur ekki gengið hér í langa tíð. Veiktust allt frá smábörnum og upp
i gamalmenni. Veikin yfirleitt væg. Þó þrálát orchitis í nokkrum til-
fellum, einkum menn um tvítugt. Gekk mjög illa að lækna suma
þeirra.
Miðfi. Barst hingað í febrúarmánuði og var viðloða allt þar til í
september. Sum tilfellin allsvæsin og sjúklingar lengi að ná sér.
Blönduós. Gerði fyrst vart við sig skömmu fyrir sumarmál og stakk
sér síðan niður öðru hverju frain eftir sumrinu.
Sauðárkróks. Hennar verður fyrst vart í marz, barst frá Reykjavík,
er svo viðloða allt árið. Veikin yfirleitt væg. Einstaka urðu þó allhart
úti, ef þeir fóru ekki nógu vel með sig, og sló niður aftur. 11 fengu
orchitis.
Hofsós. Viðloða mestan hluta ársins, væg og' fór hægt yfir.
Ólafsfi. 1 sjúklingur í april, kom frá Reykjavík, en engin sýking
frá honum. Annar sjúklingur kom í júní, aðkomumaður af mótorbát,
og sýktist heldur enginn frá honum. Þriðji sjúklingurinn, stúlka, sem
kom frá Siglufirði, lá á sjúkraskýlinu, og sýktist heldur enginn frá
henni. í september sýktust 2 stúlkur, báðar komnar frá Siglufirði, og
út frá þeim byrjaði faraldurinn. Sennilega hafa langflestir fengið
veilcina, sem ekki hafa verið búnir að því áður. Nokkrrir fullorðnir
kvörtuðu um mjög ilia líðan í byrjun. 2 menn fengu epididymitis.
Akureyrar. Hettusótt barst hingað frá Reykjavík í marzmánuði,
breiddist mjög hægt út og var væg í fyrstu, en síðustu rnánuði ársins
varð útbreiðsla sjúkdómsins mikiu meiri og meira um þyngri tilfelli.
Enginn dó.
Höfðahverfis. Barst hingað síðast í október, breiddist ekkert úl
fyrr en í desember. Verið væg, það sem af er.
Reykdæla. Gerði aðeins vart við sig, en náði engri útbreiðslu.
Öxarfi. Barst í ágúst að Skóguin í Öxarfirði með sumargesti frá
Akureyri og var á því heimili til nóvemberloka og tók alla, er ekki
höfðu fengið fyrr, en breiddist ekki út. Raufarhafnarlæknir taldi 2
með hettusótt þar í ágúst, en sennilega hafa það verið aðkornusjó-
menn, og veikin breiddist þarna ekkert út i það sinn. Svo barst hún
til Raufarhafnar frá Vestmannaeyjum í árslokin og hefur síðan
leikið þar lausum hala, en farið mjög hægt og verið væg.
Seyðisfi. Barst liingað frá Reykjavík í febrúar. Flest skólabörn
fengu hana um veturinn mjög væga. Þegar á sumarið leið, fór sóttin
að magnast og virtist verða sérstaklega slæm á haustmánuðum.