Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 249
247
Samkvæmt vottorði augnlæknis, er skoðaði G. daginn eftir, var
skurðsár skáhallt yfir miðja hornhimnu hægra augans. Við skoðun
sama augnlæknis, hinn 9. októher 1943, var sjón á hægra auga %-t—'Vis.
Tajdi augnlæknirinn sjóndepruna, sem ekki yrði bætt með gleraug-
um, stafa af öri eftir áðurnefndan áverka, og væru engin líkindi til
til })ess, að sjón mundi skýrast frekara hér eftir.
Samkvæmt vottorði tryggingaryfirlæknis, dags. 7. febrúar 1944, var
ásigkomulag augans þá í samræmi við vottorð augnlæknisins, og
taldi hann örorku hæfilega metna þannig: 100% örorka í einn mánuð
eftir slysið, 75% örorka næsta mánuð.þar á eftir, en lir því varanleg
örorka 5—10%.
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar læknaráðs um framangreint vottorð trygging-
aryfirlæknis, þ. e. „hvort örorkumat yfirlæknisins teljist hæfilegt
samkvæmt þeim gögnum, er fyrir liggja í málinu, og verði svo ekki
talið, hver sé hæfileg örorka, að mati læknaráðs."
Álijktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Héttarmáladeild læknaráðs fellst á örorkumat tryggingaryfirlæknis,
þykir það hæfileg't, eftir þeim g'ögnum, er fyrir liggja, og eftir því
s.em tiðkast annars staðar um samhærileg slys.
Ályktun réttarmáladeildar staðfest af forseta sem ályktun lækna-
ráðs 3. júlí s. á.
Málsúrslit: Stefnanda dænidar á bæjarþingi 3500 kr. örorkubætur (krafa 4500
kr.) og 1000 kr. bætur fyrir þjáningar og lýti (krafa 2500 kr.).
5/1944.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur með bréfi, dags. 4. okt., að
heiðni íslenzka hluta íslenzk-brezku umferðarslysanefndarinnar í
hréfi til ráðuneytisins, dags. 2. okt., óskað umsagnar læknaráðs varð-
andi orsakir til dauða G. læknis E-sonar.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 17. jan. 1943 varð G. læknir E-son, S-götu 5 í Reykjavík,
þá fimmtugur að aldri, fyrir slysi með þeim hætti, að norslc her-
bifreið ók á einkabifreið hans með þeim afleiðingum, að læknirinn
kastaðist út úr bifreið sinni. Var hann þegar fluttur á Lands-
spítalann. Samkvæmt sjúkraskrá var hann meðvitundarlaus eftir
áreksturinn, en raknaði brátt úr rotinu. Var hann þá ruglaður
fyrst á eflir, með nokkrum einkennum losts (shock) og mundi ekk-
ert um slysið. Hann kvartaði um sáran höfuðverk í hnakka ásamt
svima. Á hnakkanum var grunnt vessandi sár, en aðrir áverkar sáust
ekki á höfði. Engin hlæðing úr eyrum eða vitum né annað, er henti
til hauskúpuhrots. Engin brot á útlimum. Allmiklar húðblæðingar
komu síðar í Ijós á vinstri síðu frá baki og fram undir brjóst. Sjúk-
lingurinn svaf inikið fyrst á eftir og kvartaði einkum um höfuðverk
og sviina. Svefn var lélegur um tíma, og eitt sinn fékk sjúklingurinn
sáran verk í andlitstaug (nervus trigeminus). Rannsókn á hjarta með