Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 240
2;$8
menningseign læjina, og allra sízt að því er til raunhæfra framkvæmda
tók — og er það önnur saga.
Þó að hér greini frá hinum átakanlegustu píslurn, sem unnt er að
hugsa sér lagðar á fólk í lækningaskyni, er ofmælt að segja, að „enginn
daggardropi drottins miskunnar“ hafi fallið á sjúklinginn, því að konan
naut þó þeirrar þá fágætu náðar að vera svæfð með klóróformi, á
meðan á aðalaðgerðinni stóð. Eins og vér höfum séð, hafði konum í
samsvarandi nauðum til skamms tíma verið boðið það erlendis -—
jafnvel eftir að svæfingar voru orðnar dável kunnar —• að leggjast
undir keisaraslcurð án allrar deyfingar. Annars vegar hafði prófessor
Levy ekki fyrir löngu (1860) birt í Bibliothek for Læger skýrslu um
lceisaraskurð, er gerður var af fágætu tilefni í smábæ einum í Sví-
þjóð (10Á2 1857), og var konan svæfð með klóróformi. Var tilhögun
þeirrar aðgerðar reyndar mjög áþekk því, sem gerðist við þá aðgerð,
sexn hér hefur verið lýst, og árangurinn samsvarandi.
Að því er næst verður komizt af þeirn gögnum, sem fyrir hendi
eru og gerð hefur veiúð grein fyrir lxér að framan, verður að telja,
að hér segi frá hinni fyrstu svæfingu á vegum Jóns Hjaltalins land-
læknis. Þykja og ummæli greinargerðanna, er h'xta að svæfingunni,
bera með sér, að læknir, er svo hagar orðum sínum, sé svæfingum
alls óvanur. I skýrslunni til heilbrigðisráðsins er fæxú til tíðinda, að
konan, sem fyrir aðgerðina hafði verið „stærkt chloroformiseret ....
forsikkrede, at hun intet liavde mærket, hvad der var foregaaet med
hende“, og gætir hér svipaði’ar fagnandi undrunar, sem svo mikið ber
á í skýrslum erlendra lækna, er voru áhorfendur að hinurn allra fyrstu
svæfingartilraunum, sem báru tilætlaðan árangur. Útskýringin i
Þjóðólfsgreininni á þvi, í hverju klóróformsvæfing sé fólgin, virðist
og vera nokkurn veginn örugg viðurkenning um meira ókunnugleika
almennings á þess háttar aðgerðum en líklegt sé, að þær hafi þá verið
farnar að tíðkast í Reykjavík. Enn hniga rök að því, að þetta sé hin
fyrsta svæfing á íslandi af hendi annars læknis en Jóns Finsens á
Akureyri og jafnframt hin allra fyrsta svæfing í sambandi við barns-
íæðingu. Að vísu hafði landinu nokkru áður bætzt ungur læknir, er
hlaut að kunna full deili á svæfingum og gat ekkert verið að vanbún-
aði að beita þeim, er við átti. Var það Magnús Stephensen, er héraðs-
læknir varð í Vestmannaeyjum haustið 1863. Hafði hann lokið lækna-
prófi i Kaupmannahöfn árið fvrir og verið kandídat á Almenna spítal-
anum, sumarið áður en hann kom út. En þar var yfirkíriirg prófessor
Larsen, er vér höfum kynnzt sem aðalbrautryðjanda svæfinga í Dan-
mörku. Magnúsar Stephensens naut skamma liríð við, því að hann
andaðist tæplega hálfu öðru ári síðar (*% -1865). Til er ársskýrsla
hans fyrir liið eina heila ár, sem hann gegndi héraðslæknisstörfum,
og getur hann þar engra svæfinga, enda ekki heldur neinna teljandi
handlækninga eða fæðingaraðgerða, og er helzt svo að sjá sem ekkert
frásagnarvert af því tæi hafi til fallið. Þarf þáð og enga undrun að
vekja á svo stuttum tíma, jafnfámennur staður sem Vestmannaevjar
voru þá (fastir íbxiar um 500). Nokkurn vegin auðséður er lilutur
liinna frönsku lækna að svæfingunni við keisaraskurð Jóns Hjalta-
líns, og má gera ráð fyrir, að þeir hafi tekið af skarið i þvi efni, enda