Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 245
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1944.
1/1944.
Dómstjóri hæstaréttar hefur með bréfi, dags. 23. nóv. 1943, óskað
álits læknaráðs í hæstaréttarmálinu: Réttvisin og valdstjórnin gegn
H. P-syni.
Málsatvik ern þessi:
Hinn 14. des. 1942 ekur bifreið á V. Þ-son, kaupmann frá H., 78
ára að aldri, svo að hann fótbrotnar. Var hann fluttur af götulögreglu
Reykjavíkur í Landsspitalann til læknisaðgerðar, en slysið leiddi til
dauða hans þar 18. s. m.
Ályktun forstöðumanns Rannsóknarstofu Háskólans i skýrslu hans
um krufning á líki hins látna er svohljóðandi:
„Við líkskoðun og krufningu hefur fundizt mikið beinbrot á hægri
fótlegg'. Enn fremur lungnabólga og smáblæðingar í heila. Orsökin
til lungnabólgunnar og blæðinganna í heilann reyndist við smásjár-
rannsókn vera sú, að fita úr merg hafði borizt inn í blóðrásina og
stíflað í stórum stíl æðarnar, bæði i lungum og heila, en það hefur
orðið manninum að bana.“
Meðferðin á hinum slasaða manni, eftir að slysið vildi til og þangað
lil hann komst undir læknishendi í Landsspitalanum, var sein hér
segir, eftir því sem sakadómari telur, að rannsókn málsins hafi í
ljós leitt: Sakborningur tók undir hendur liins slasaða manns og
dró liann lit af miðjum veginum, þar sem slysið telst hafa orðið, og
lit fyrir veginn og Iiagræddi honum þar þannig, að hann hallaði
herðunum upp að vegarbnininni. Eftir nokkra stund kom lögreglu-
l>íll á staðinn, og bundu lögregluþjónarnir spelkur við fót hins slas-
aða, lögðu hann á börur og báru hann inn í bílinn. Er það haft eftir
hinum slasaða manni, að hællinn á særða fætinum hafi snúið fram,
þegar hann var borinn inn í lögreglnbílinn.
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. „Er dauðaorsök, sú sem hér er lýst að framan, bein, eðlileg og
venjuleg afleiðing af beinbroti eins og því, sem lýst er hér á
undan?
2. Er mögulegt, að meðferð sú, sem höfð var á hinuin slasaða og
lýst er hér á undan, hafi orsakað, að fita úr merg mannsins
komist inn í blóðið og olli (sic) dauða hans eða hafi stutt að
því?“
31'