Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 59
57
sjómenn á erlenduin skipuni, sein ýmist fengu framhald á lækningu,
meðan þeir dvöldust þar, eða aðrir, sem veikin kom upp í á leiðinni
til íslands. 1 stúlka smitaðist (sennilega af setuliðsmanni). 1 íslenzk-
ur sjómaður (Sandgerði) veiktist í Englandi, smitaði konu sína, og
barnið fæddist með veikina. Öll læknuð, ýmist í Reykjavík eða Sand-
gerði.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
Sjúklingaflöldi 1933-—1942:
1. Eftir mánnðarskrám:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Tb. pulm. .. 471 392- 291 304 251 200 237 161 224 156
Tb. al. loc. . . 344 134 293 197 169 120 109 68 127 75
Alls ........... 815 826 584 501 420 320 346 229 351 231
Dánir .......... 173 165 149 157 155 106 94 104 120 104
2. Eftir berklaveikisbókum (sjúkl. í árslok):
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Tb. pulm. .. 869 917 1064 1028 998 967 851 867 854 853
Tb. al. loc. .. 684 714 764 674 526 511 236 239 259 282
Alls ........ 1553 1631 1828 1702 1524 1478 1087 1106 1113 1135
Berkladauðinn hefur nú aftur minnkað, þó að hann hafi ekki enn
náð því, sem hann var orðinn fyiir ófriðinn. Heilaberkladauðinn
uemur 8,7% alls berkladauðans, og hefur það hlutfall aðeins einu sinni
(þ. e. á síðast liðnu ári) orðið lægra.
Skýrslur um berklapróf hafa borizt úr 27 héruðuin, og taka þau til
samtals 7884 manns. Skiptist sá hópur þannig eftir aldri og útkomu:
0- - 7 ára: 597 þar af jákv. 24 eða 4,0 %
7- -14 —: 5721 — 798 — 13,9 —
14- -20 —: 870 — — 249 — 28,6 —
Yfir 20 —: 696 — 457 — 65,7 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1942.
Arið 1942 voru framkvæmdar berklarannsóknir (röntgenrannsóknir)
í 11 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 13970 manns, á 6 heilsu-
xerndarstöðvum 12659, aðallega úr 7 læknishéruðum (Hafnarfjarðar-
hérað fyl gir enn sem komið er Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík), en
með ferðaröntgentækjum 1311 úr 5 læknishéruðum. (í Hafnarfirði
var einnig rannsakað með ferðaröntgentækjum). Fjöldi rannsóknanna
er hins vegar langtum meiri, þar eð margir koma oftar en einu sinni
til rannsóknar. Námu þær á árinu 22691. Árangur rannsókna lieilsu-
verndarstöðvanna verður greindur síðar (sbr. hls. 114-115). Af 1311, er
i'annsakaðir voru með ferðaröntgentækjum, voru 15, eða 1,1%, taldir
8