Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 82
80
skóla (460): Beinkröni 15, eitlabólga (lítils háttar) 38, eitlingaauki
27, heyrnardeyfa 2, hjartasjúkdómar 1, hryggskekkja 18, kviðslit
(nára- og nafla) 5, sjóngallar 3. í Miðbæ j ar barnaskóla (1473):
Ankylosis cubiti 1, beinkröm 156, blóðleysi 110, eitlabólga (mikil) 7,
eitlabólga (smávægileg) 938, eitlingaauki 77, heyrnardeyfa 13, hrygg-
skekkja 42, kviðslit (nára- og nafla) 36, mænusótt (eftirstöðvar) 5,
málgallar 11, sjóngallar 155. í Skildinganesbarnaskóla
(199): Beinkröm 22, blóðleysi 26, eitlabólga (mikil) 6, eitlabólga
(smávægileg) 132, eitlingaauld 6, hryggskekkja 5, kviðslit (nára- og
nafla) 5, mænusótt (eftirstöðvar) 1, sjóngallar 19.
Skipciskagn. (306 börn skoðuð.) Oll skólabörn laus við ldáða.
Lús (nit) var einnig allmiklu minni á skólabörnum en síðast liðið ár.
Ljósmóðir hefur liaft eftirlit með þrifum barnanna, og undir lok fyrra
skólaárs (í marzmánuði) skýrði hún mér frá þeim heimilum, 6 að tölu,
sem þá voru enn ekki lúsalaus. Gerði ég mér ferð á heimilin og talaði
um málið við húsmæðurnar, gaf þeim leiðbeiningar og lét þær hafa
lyfseðla á lúsalyf. Þetta hreif töluvert, og munu sumar þeirra a. m. k.
ekki vilja fá margar slikar heimsóknir, sóma síns vegna, eftir því sem
mér var tjáð eftir á. Ahaemia 11, scoliosis 4, hypertrophia tonsillaris
42, sjón ekki góð 6, heyrn ekki fullkomin 4 (oftast á öðru eyra vegna
undarigenginnar otitis), blepharitis 4, strabismus 1, rachitismerki 1,
bronchitis 2, morbus cordis congenitus 2, psoriasis 1, eczema 1, and-
lega vanþroska 1.
Borgarfj. Tannskemmdir mjög algengar sem fyrr. Lús eða nit fannst
á 7 kennslustöðum af 14. Heilsufar skólabarna annars gott.
Borgarnes. (144 börn skoðuð.) Óþrifakvillar óvenjulega fágætir.
Sjóngallar 3, eczema 4, lympadenitis colli 5, vegetationes adenoideae
2, lordosis 1, varicocele 1, otitis media 1.
Stgkkishólms. (239 börn skoðuð.) Engu barni hefur verið vísað frá
vegna smitandi sjúkdóms, en kláðabörnin voru læknuð þegar cftir
skoðun og hófu nám að því loknu. Helztu kvillarnir voru: Sjóngallar 3,
heyrnardeyfa 2, kokeitlastækkun 7, eitlaþroti 64, eczema 3, psoriasis 2,
urticaria 5 og hryggskekkja 1.
Dala. Engir alvarlegir kvillar. Börnin yfirleitt hraust og litu vel út.
Þó báru sum börn af Ströndum, úr Skarðstrandar- og Klofningshrepp-
um, af um heilbrigt og gott útlit. Var einkum eftirtektarvert, hve góðar
tennur og heilbrigða húð, mjúka og gljáandi, sum þeirra höfðu. Má
vafalitið þakka það betra og fjölbreyttara viðurværi (nýmeti, fiski,
lifur, eggjum, fugli o. s. frv.). En þessi héruð og þó einkum eyjarnar
eru mestar matarkistur. Engu barni var bönnuð skólavist.
Patreksf). Börnin, sem ég skoðaði, voru öll sæmilega hraust og ekki
ástæða til að vísa neinu þeirra úr skóla.
Bíldudals. (61 barn skoðað.) Engu barni vísað úr skóla vegna næmra
sjúkdóma. Scoliosis 3, hypertrophia tonsillaris 14, pharyngitis 2, urti-
caria 3, verrucae 4, fibroma dorsi 1, anaemia 3, myopia 3, astigma-
tismus 1, kryptorchismus 1, pes planus 2. Yfirleitt virtust börnin vel
hraust.
Flategrar. Börnin voru öll sæmilega hraust, svo að ekki var ástæða
iil að vísa neinu þeirra úr skóla.