Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 181
179
úlystugur drykkur og er drukkinn ósoðinn og' ósíaður. Orðhagur mað-
ur hér hefur fundið upp nafn á drykk þessum, og nefnist „sneypa“
°g þykir sannnefni.
ísafi. Takmörkun á áfengisútlátum eða nær því alveg útsölubann tak-
markaði mikið áfengisnautnina á tímabili. Kaffiskammturinn dugir
ekki nema barnmörgum fjölskyldum. Flestir nota eitthvað tóbak.
Reykjarfi. Áfengi lítið notað. Kaffi drekka allir, og tóbak nota allir
karlmenn í einhverri mynd.
Hólmavíkur. Áfengisnautn virðist fara heldur minnkandi.
Miðfi. Áfengisnautn er mjög lítil, en greinilega virðist mér tóbaks-
nautn fara í vöxt, einkum meðal unglinga.
Blönduós. Áfengisnautn mun hafa aukizt heldur með auknum ]>en-
ingaráðum og' sígarettureykingar sömuleiðis, en j)ess er varla að vænta,
að kaffineyzla fari mikið vaxandi úr þessu.
Sauðárkróks. Áfengisnautn er alltaf talsverð. Ber eintum á því á
skemmtunum og' mest meðal ungs fólks. Þrátt fyrir alla sykur-
skömmtun leikur grunur á, að heimabrugg sé stundað og drukkið
drjúgt af „landa“. Kaffineyzla mun svipuð og áður. Tóbaksneyzla mun
sízt minnkandi.
Ölafsfi. Áfengisnautn með minna móti og meiri sómabragur á
skemmtunum en verið hefur. Kaffi- og tóbaksnautn svipuð og áður.
Höfðahverfis. Áfengisnautn mjög lítil, töluvert notað bæði af kaffi
og tóbaki.
Seyðisfi. Ekki hægt að segja, að áfengisnautn sé almenn, þó að fyrir
komi, að sjáist drukkinn maður. Kaffi og tóbak er mikið notað.
Fáskrúðsfi. Áfengisneyzlu gætir lítið, nema þá helzt í sambandi við
skemmtanir. Reykingar eru almennar. Kaffi er mikið drukkið.
Berufi. Heimabrugg, sem hvarf alveg á tímabili, blómgast furðan-
lega og mundi eflaust gera það betur, ef ekki skorti efni í það (sykur).
Annars er það eins og fyrr, að áfengisnautn er nær eingöngu í sam-
bandi við dansleiki og aðrar samkomur. Tóbaksnautn er almenn, ekki
sízt meðal yngra fólks. Kaffiskammturinn þykir víst óvíða of mikill.
Síðu. Áfengisnautn er minnkandi, og eru það helzt ungir menn,
sem vart verður við, að drekki ógætilega, en stúkur, sem 4 starfa i
héraðinu, hafa bætandi áhrif i þessu efni.
Vestmannaeyja. Meira og minna óhóf í nautn alls þessa. Áberandi
drykkjuskapur á flestum skemmtunum. Á almannafæri sjást færri
menn ölvaðir en áður. Kaffiskammtur hrekkur óvíðast. Tóbaksnautn
mikil. Unglingar, bæði strákar og stelpur, reykja allmikið.
Keflavíkur. Áfengisnautn í kauptúnunum í héraðinu er mjög mikil.
Dansleikir illræmdir og plássunum til skammar, enda venjulega með
slagsmálum og' meiðingum og læknir iðulega vakinn tvisvar til þrisvar
sinnum á nóttu til að gera að sárum slasaðra. Er að vísu sumt af því
aðkomumenn úr Hafnarfirði og Reykjavík. Þarf þetta endurbóta við.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður g'eta þess í skýrslum sínum sbr. töflu XIII), hvernig
2832 börn af 2924, sem skýrslurnar ná tií, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur, sem hér segir (tölur siðast liðins árs í svigum):