Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 200
198
kölkuð, en þó ekki alveg stífluð. Við smásjárrannsókn kom í ljós mjög mikil
fibrosis í hjartavöðva, bandvefurinn langsamlega j'firgnæfandi, svo að sums
staðar þarf að leita að vöðð'a til að finna hann. Nýrun rýr (245 g samanlagt)
í þéttara iagi, slétt á yfirborði, rauðbrúnleit. Smásjárrannsókn: arterio-
sclerosis. Mjög kalkaðar æðar á heilabotninum. Ályktun: Við krufninguna
fannst mikil kölkun í kransæðum hjartans, sérstaklega mikil í þeirri vinstri,
sem var alveg lokuð tiltölulega skammt frá upptökunum. Sýnilegt er, að
maðurinn hefur lengi haft kölkun í hjartaæðunum, og hættir slíku fóiki til að
deyja skyndilega. Hér hefur það bætzt við, að bæði ,nýru voru nokkuð rýrnuð,
og sennilegt, að því liafi fylgt hækkun á blóðþrýstingi með auknu erfiði fyrir
hjartað. Undir slíkum kringumstæðum þarf mjög litla áreynslu til þess, að
, lijartað gefist allt í einu upp, og þarf tilefnið ekki að hafa verið meira en það,
að maðurinn hafi gengið upp brekku. Aðrar breytingar, sem fundust, voru all-
mikil kölkun í heilaæðum og gamall kalkaður sullur í lifur, en hvorugt af
þessu mun hafa átt nokkurn þátt í dauða mannsins.
20. 21. nóvember. H. P. .I-son, 58 ára. Varð fyrir bíl og skall i götuna. Ályktun:
Við krufninguna fannst mikið brot á hauskúpubotninum framanverðum ásamt
allmiklu mari i heilanum og blæðingum i honum. Eru þessi áverkamerki
nægileg til að skýra hinn skjóta dauða mannsins.
21. 18. desember. S. G. S-son, 35 ára. Bíll á mikilli ferð ók á manninn utan við
Reykjavík. Ályktun: Við líkskoðun og krufningu hcfur fundizt mjög mikill
áverki á höfði, þannig að kúpubeinin hafa molazt og lieilinn tætzt mikið í
sundur. Enn fremur hefur fundizt mikið brot á grindarbeinum og mikil blæð-
ing þar í kring, enda voru stórar æðar tættar þar i sundur og vöðvar á stóru
svæði. Loks hafði miltið rifnað mikið á tveim stöðum. Auðsætt er, að áverkar
þessir hafa verið svo miklir, að maðurinn hefur dáið svo að segja samstundis.
22. 21. desember. V. I>-son, 78 ára. Varð fyrir bílslysi 14. desember og andaðist
18. s. m. Brotnaði á h. fótlegg, bæði bein brotin og stykki úr sköflungnum.
Smásjárrannsókn leiddi í ljós mikla fitustíflu í lungum og einnig í heila, þótt
minni væri. Ályktun: Við líkskoðun og krufningu fannst mikið beinbrot á h.
fótlegg. Enn fremur lungnabólga og smáblæðingar í heila. Orsökin til lungna-
bólgunnar og blæðinganna í heilanum reyndist við smásjárrannsókn sú, að
fita úr merg hafði borizt inn í blóðrásina og stíflað i stórum stil æðarnar.
bæði í lungum og heila, en það hefur orðið manninum að bana.
23. Þ. J-son, 38 ára. Fannst látinn í læstu herbergi sínu, liggjandi á divan. Álykt-
un: Við krufninguna fannst svæsin lungnabólga, útbreidd um allt h. lunga,
en cinnig á byrjunarstigi í v. lunga. Eftir smásjárrannsókninni að dæma lítur
út fyrir, að mótstöðuafl mannsins hafi verið mjög lítið, og gæti skýringin
á liví verið sú, að hann hafi neytt mikils áfengis um langan tíma, áður en
hann veiktist.
Að öðru leyli láta læknar þessa getið:
Skipaskaga. Ein opinber líkskoðun fór fram út af bifreiðarslysi.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, er borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefur sótthreinsun heimila farið 260 sinnum fratn á
árinu á öllu landinu, og er tíðasta tilefnið nú skarlatssótt (53%),
þá berklaveiki (35%), en önnur tilefni fágæt.
23. Húsdýrasjúkdómar.
Læknar láta þessa getið:
Vopnafj. Hundapest gekk í héraðinu og eyddi allmiklu af hunda-
stofni héraðsins. Dagenantöflur reyndust vel við hundapestinni, ef
hundum voru gefnar þær í tíma, og áður en þeir fóru að dragast