Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 38
36
tefur fyrir því, að bólgan eyðist, skal ósagt látið, en víst er um, að
þung og banvæn eftirköst geta stundum komið, þó að vel líti út á
fyrstu dögum veikinnar. Annars gefst dagenan oft ve! við bronchitis
á börnum og fullorðnum.
Rangár. Gekk aldrei sem faraldur. Dagenan gefið og reyndist
ágætlega.
Keflavíkur. Öllum batnaði af M & R 693.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflnr II, III og IV, 14.
.S júklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1949
Sjúkl......... 9 3 9 9 32 55 8 781 1566 29
Lítils háttar eftirhreytur í nokkrum héruðum eftir faraldurinn
tvö árin fyrirfarandi.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. 1 tilfelli. Leifar faraldursins 1940 og 1941.
Skipaskaga. Gerðu aðeins vart við sig.
Borgarnes. Stungu sér niður i júlí, en varð svo ekki vart meira.
Höfðalwe.rfis. Aðeins fá tilfelli eftir áramótin (ekkert skráð).
Vestmannaegja. Læknar telja nokkur tilfelli, sem mér þætti senni-
legast, að hafi verið væg skarlatssótt.
Rangár. Stungu sér niður hér og þar. Gengu aldrei sem faraldur.
Voru vægir.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl........ 426 900 109 70 288 197 64 33 158 321
Dánir ....... 6 22 2 2 „ „ 1 „ „ 1
Skarlatssótt færist í vöxt. Auk þess sem hún er alltaf lartdlæg í
Reykjavík, heldur hún sig einkum norðanlands. Trygg er hún og
við heimavistarskólana og gisti á þessu ári tvo þeirra, Reykholt og
Laugar.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Stakk sér niður allt árið. Yfirleitt væg. Sjúklingar voru
yfirleitt einangraðir í farsóttahúsinu. 1 berklasjúklingur dó úr
henni.
Skipaskaga. Barst í héraðið í nóv. og des., sennilega frá Reykjavík.
Heimilin voru einangruð, og breiddist veikin ekki út þaðan, svo að
vitað sé. Við slíka einangrun sem þessa, þar sem þarf að sóttkvía
heil heimili langan tíma, al!t að 6 vikur, er vitanlega mikið óhag-
ræði, mikill kostnaður vegna atvinnutaps og' ault þess skortur á ör-
yggi, einkum eftir að sjuklingarnir virðast vera orðnir heilbrigðir.