Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 194
192
og matvælabúð levfð og 1 ný fiskbúð til bi’áðabirgða. 1 nýtt svínabú
ieyft, en 2 bönnuð vegna óþrifnaðar. Allniikið var rætt um og ýmsar
ráðstafanir gerðar vegna meðferðar mjólkur og mjólkurvöru í útsölu-
um. Þá var og rætt um stað fyrir nýja mjólkurvinnslustöð. Hafði
komið til tals að reisa hana á lóð milli Skúlagötu og Sölvhólsgötu.
Landlæknir fékk álit forstöðumanns matvælaeflirlits ríkisins, cr síðan
ráðgaðist við mig. Var álit hans sent heilbrigðisnefnd ásamt umsögn
minni. Samþykkti nefndin í samræmi við áður nefnd álit, að slíkur
staður væri „miður heppilegur“ fyrir mjólkurstöð, enda var hætt við
að reisa hana þar og henni fenginn annar staður, í holtinu upp af
Laugavegi innarlega. \r’msar ráðstafanir gerðar vegna óhollustu frá
sorphaugum og' leitað samkomulags við stjórn setuliðsins um tilhögun
á sorphreinsun og flutningi þaðan. Annars vil ég láta þess getið, að
það er mitt álit, að fyrr verði aldrei forsvaranlega séð fyrir sorpi
bæjarins en sett verður upp stöð til þess að brenna allan úrgang.
Þangað til verður alltaf meira og minna ófremdarástand í þeim mál-
um. Reit ég bæjarráði bréf 28. júlí 1941, þar sem ég skoraði á bæjar-
stjórn að láta „þegar í stað hæfa menn rannsaka og gera áætlanir
um byggingu fullkominnar nýtízku brennslustöðvar fvrir allan úr-
gang, sorp og saur, er frá bænum kemur“. Þegar þetta er ritað, í júlí
1944, eftir um 3 ár, mun einhver hreyfing komin á þetta mál, en rúm
2 ár svaf það, eins og fleiri heilbrig'ðisendurbætur fá að gera. Rætt um
óþrifnað á götum úti og í sambandi við það óskað eftir fleiri hreins-
unarmönnum. Verksmiðjur og vinnustöðvar voru skoðaðar og rætt
um aðgerðir vegna ófullnægjandi aðbúnaðar fóllts og útbúnaðar.
Heilbrigðisnefnd lagði til, að hinir svonefndu pylsuvagnar væru
bannaðir.
Skipaslcaga. Heilbrigðisnefnd hefur athugað möguleika á því að fá
heilsuverndarhjúkrunarkonu, sem jafnframt væri ráðin heilbrigðis-
fulltrúi fyrir kaupstaðinn, en þess hefur ekki enn verið kostur. Nefnd-
in hefur litið eftir þrifnaði og ýtt undir útvegun bifreiðar til sorp-
hreinsunar.
ísafj. Heilbrigðisnefnd hélt 3 fundi á árinu. Heilbrigðisfulltrúi og
heilbrigðisnefnd hafa á árinu í samráði við héraðslækni sértaklega
haft afskipti af a) fisksölunni í bænum, að hún fengi hreinlegra hús-
næði, b) mjólkursölunni, að hiín yrði takmörkuð við eina góða
mjólkurbúð, c) húsakynnum, að ekki yrðu áður bannaðar kjallara-
ibúðir teknar í notkun aftur í húsnæðisvandræðunum og' veggjalús-
inni yrði útrýmt, d) samkomuhúsunum, að |ki u tækju til að sótt-
hreinsa andrúmsloftið.
Reijkjarfj. Heilbrigðisnefnd óskipuð enn, þótt um væri beðið 1940.
Ólafsfj. Heilbrigðisnefnd bannaði algerlega notkun fjósa í sjálfu
kauptúninu. Má nú segja, að fjóshaugum sé útrýmt þaðan. Einnig
skrifaði nefndin hreppsnefnd og gerði tillögur uin framræslu við sjó-
húsaþyrpingu, en engar framkvæmdir fóru fram þar að lútandi.
Nefndin bannaði einnig starfrækslu sláturhúss KEA, þar sem það er
nú, við eina aðalgötu kauptiinsins. En þar sem félaginu þótti undir-
búningsfrestur til nýrrar byggingar of stuttur, veitti nefndin undan-
þágu og' leyfði slátrun á sama stað síðasl liðið haust.