Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 18
16
Dala. Fólkinu fækkar, þó minna en oftast áður.
Flateijjar. Fólki íækkaði, og er tala héraðsbúa koniin niður fyrir
400. Lítur út fyrir meiri fækkun, og stafar þetta eingöngu af burt-
flutningi fólks. Fæðinga- og dánartölur stóðust á.
Patreksjj. Fækkað hefur í svéitunum hér eins og víðast hvar annars
staðar, og fjölgunin hér á Patreksfirði hefur ekki na\gt iil að jafna
það upp.
Bíldudals. Heldur fækkar stöðugt í sveitunum, en nokkuð fjölgar
hér í kauptúninu.
Flateijrar. Héraðsbúum fer enn fækkandi.
ísafj. Síðan 1939 hefur fólkinu verið að fjölga í héraðinu. Mest hefur
fjölgað í ísafjarðarkaupstað, minna í Eyrarhreppi. Fæðingar aldrei
fleiri en á síðast liðnu ári. Stafar það af auknum efnahag almennings
og fleiri giftingum.
Ögur. Fólkinu alltaf að fækka í héraðinu. Á síðastliðnum 4 árum
hefur fækkað um nærri 10%. Þó leggjast engin býli í eyði á þessu
tímabili. Manni finnst með hverju árinu, að nú geti ekki fækkað meira.
Einhvern veginn kemst það af. Menn strita, meðan fjörið endist, og
þetta er allt gamalt fólk, sem eftir situr. Fæðingar aldrei færri en nú
og engar í 2 hreppum.
Hestegrar. íbúum héraðsins fækkar um 22, enda virðist nú fyrsl
vera að koma verulegur skriður á undanhald „landshornamanna" frá
erfiðum kjörum og harðri lífsbaráttu til lokkandi kjötkatla hinna
stærri þorpa og bæja, sem betur virðast í sveit settir.
Reijkjarfj. Barnkoma er hér víða með miklum myndarskap. Tak-
mörkun barneigna þekkist hér varla. Hefur mín verið leitað aðeins
einu sinni um ráðleggingar í þeim efnum.
Miðfj. Fólksfækkun hefur orðið talsverð í héraðinu á árinu sökum
brottflutnings og hvergi meiri en á Borðeyri. Eru þar nú aðeins 27
íbúar, þ. e. a. s. fækkað hér um hil um helming á einu ári, og er þorpið
nú aðeins svipur hjá sjón, miðað við fyrri tíma.
Blönduós. Fólksfjöldi fór þverrandi og það allmiklu örar en áður.
Að vísu hélzt hann nær óbreyttur í kauptúnunum, en í sveitunum
fækkaði fólki uin meira en 4%. Fæðingartala kauptúnanna er næst-
um tvöföld við sveitanna, 24% á móti 13%. Sveitirnar voru móður-
skaut þjóðstofnsins og þjóðlegrar menningar í 10 aldir. Það lítur út
fyrir, að það móðurskaut sé að verða ófrjórra með ári hverju.
Sauðárkróks. Fólki hefur ekki fækkað í héraðinu á þessu ári.
Hofsós. Fólkinu í héraðinu hefur fækkað að mun þetta ár.
Höfðahverfis. íbúum heldur fækkað.
Reykdæla. Fólkinu fækkar enn. Eftirtektarvert er það, að í Mývatns-
sveit fæðist aðeins 1 andvana barn á árinu.
Seyðisfj. Fólksfækkunin heldur enn áfram.
Síðu. Héraðsbúum fækkar stöðugt.
Mýrdals. Enginn dó í Holtsprestakalli, og man ég ekki til, að það
hafi komið fyrir í heilum hreppi alla mína læknistíð.
Vestmannaegja. Fólki fer fækkandi i héraðinu.
Rangár. Fólkinu fækkar jafnt og þétt í strjálbyggðu héruðunum,
Landsveit, Holtum og víðar, en stendur i stað og jafnvel fjölgar i þétt-