Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 68
66
Hólmavíkur. Til enn þá. Hef þó ekki séð neitt tilfelli sjálfur. En
fyrir kemur, að beðið er um meðul. Erfitt að komast eftir, hvaðan
hann er kominn.
Miðfj. Alltaf þó nokkuð áberandi.
Blönduós. Enn öðru hverju að gera vart við sig, sá leiði draugur,
en þó virðist inér hann vera í nokkurri rénun.
Sauðárkróks. Gerir enn sem fyrr vart við sig. Eru skráð tilfelli þó
með færra móti, og mætti ef til vill vona, að hann færi minnkandi,
en alltaf mun vera nokkuð af sjúklingum, sem læknir sér ekki.
Ólafsfi. Kláða hef ég ekki orðið var á árinu, en hvort hann er út-
dauður í héraðinu, skal ósagt látið.
Svarfdæla. Hefur lítið gert vart við sig á árinu.
Akureyrar. Kláða hefur lítillega orðið vart á árinu, en miklu ininna
en á árunum 1940 og 1941.
Höfðahverfis. Hefur lítið orðið vart á þeSsu ári.
Öxarfj. Einkennilegur og torkennilegur, nokkur tilfelli í Presthóla-
hreppi. Komst í Bretalið og var e). t. v. þaðan.
Vopnafj. Kláða varð enn þá vart í héraðinu, og hefur ekki tekizt að
útrýma honum að fullu. Virðist hafa breiðzt út frá heimili, sem hýsti
hann árið áður og ekki hefur getað útrýmt honum til fulls.
Norðfj. Alltaf ber eitthvað á kláða, en lítið þetta árið.
Fáskruðsfj. Gerir vart við sig annað veifið.
Síðu. Sjaldgæfur enn sem fyrr. Líkur til, að skráður sjúklingur
hafi feng'ið hann af tökubörnum frá Reykjavík.
Mýrdals. Með minna móti.
Vestmannaeyja. Berst tíðast úr sveit. Liggur í landi undir Eyjafjöll-
um og' berst oft þaðan.
Rangár. Ekki orðið vart við hann í þetta sinn nema á 2 skólakrökk-
um (ekki skráð).
Grímsnes. Minna um kláða á þessu ári en árið 1941. Þó enn nokkur
brögð að honum. Mörgum heimilum gengur illa að losna við hann.
Keflavíkur. Kláði kom upp í 2 skólum, en breiddist ekki út. Er ann-
ars alltaf viðloða í héraðinu.
8. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 194‘2
Sjúkl 103 87 73 82 68 73 77 74 75 57
Dánir 125 141 147 140 156 141 157 148 189 162
Sjúkratölurn ar eru hér greindar samkvæmt mánaðarsk rám.
Á ársyfirliti um illkynja æxli (þar með talin heilaæxli), sem borizt
hefur úr öllum héruðum nema 5 (Reykhóla, Reykjarfj., Siglufj., Hró-
arstungu og Hornafj.) eru taldir 250 þess háttar sjúklingar (marg-
talningar leiðréttar), 132 í Rvík og 118 annars staðar á landinu. Al
þessum 132 sjúklingum í Rvík eru 52 búsettir utan héraðs. Sjúklingar
þessir, búsettir í Rvík, eru því taldir 80, en í öðrum héruðum 170. Af