Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 218
21G
hæði í því skyni að flýta fyrir því, að hagur konunnar greiddist, svo
og til að draga úr sprunguhættu •— og kemur þetta gildi klóróformsins
vissulega enn til greina.
Fyrir það er hér svo ýtarlega getið prófessors Levy og afstöðu hans
til svæfinganna, að ætla má, að hún varði sérstaklega þróun þeirra
inála hér á landi, þar sem fæðingaraðgerðir voru lengi vel hinar einu
meira háttar handlæknisaðgerðir, sem íslenzkir læknar iðkuðu að
nokkru ráði. \rar prófessor Levy að sjálfsögðu kennari þeirra íslenzkra
lækna, sem í prófessorstíð hans námu læknisfræði í Kaupmannahöfn,
svo og þeirra íslenzkra ljósmæðra, sem á sama tíma sóttu fæðingar-
stofnunina. Ljósmóðurfræði hans var þýdd á íslenzku og höfð til
kennslu ljósmæðra hér á landi, en hún kom út fyrir tið svæfinganna
(1846). Var lnin í notkun til aldamóta, en kom út tvisvar á því tíma-
hili i útgáfum endurskoðuðum af öðrum (1871 og 1886,) auk viðauka
og leiðréttinga (1895). Er í þessum ljósmæðrakennslubókum ekki
vikið einu orði að svæfingum, en um viðhorf til þeirra hefur eflaust
mestu varðað, að prófessor Levy var kennari Jónasar Jónassens land-
Iæknis, sem hér var um langt árahil aðalkennari lækna og ljósmæðra.
IV.
Hvernig vorum vér íslendingar á vegi staddir og við því búnir að
veita viðtöku hinni merku uppgötvun svæfinganna og færa oss hana í
nyt? í stuttu máli: mjög illa, enda var óneitanlega seint hafizt handa
og þróunin hægfara. En vissulega er nokkurt seinlæti af vorri hálfu
ekkert tiltökumál, og er hallur samanburður að miða við það, sem i
þessu efni gerðist með öðrum fjölraennari þjóðuin, er miklu framar
stóðu en vér um alla skipan heilbrigðismála sinna. Hér voru engin
sjúkrahús, er tekið gætu forustuna, ög fyrst í stað ekki heldur nein
kennslustofnun lækna, er telja mætti sér skylt að vera á varðbergi um
nýjungar, sannreyna þær, velja eða hafna og kynna niðurstöðurnar.
Hér voru og engin læknatímarit, er kynnt gætu læknum nýjar hug-
myndir og reynslu hvers annars. Enn var hin almenna fréttaþjónusta
með fádæmum fáskrúðug og sein i vöfiun. Er reyndar fátt eftirtektar-
verðara í þessu sambandi en það, að uppgötvun svæfinganna, sem livar-
vetna erlendis þótti svo fréttnæm, að ábyrgustu læknar töldu sér skvlt
að hasla nokkuð á liinar ævintýralegu vonir, sem liún vakti hjá hvkn-
um og almenningi, virðist aldrei hafa orðið fréttamatur hér á landi.
Kom þó út á þessum árum allmyndarlegt thnarit, er hafði því sérstaka
hlutverki að gegna að flytja landsmönnum erlendar fregnir (Skírnir),
auk nokkurra almennra fréttablaða og tímarita. Þegar það um siðir
gerðist hér á landi í fyrsta skipti, að handlæknisaðgerð fór fram í svæf-
ingu ( sjá síðar), og það átti sér slað í litlu þorpi, þar sem slík nýjung
gat ekki farið dult, og þó að i þorpinu væri haldið liti fréttablaði, var
atburðurinn ekki talinn til prenthæfra tíðinda, á sarna tíma sem um-
ræður um smáskammtalækningár presta og annarra skottulækna flutu
yfir alla barma blaðanna og bergmáluðu landshornanna miíli.
Ef vér kjósum að athuga, að hve miklu leyti hérlendir læknar hafi
haldið hlut sínum gagnvart læknum annarra þjóða með tilliti til þess,
hversu þeir brugðust við svæfingunum, megum vér því ekki taka há-