Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 122
120
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvik. Rannsökuð voru 4 sýnishorn af drykkjarvatni. í 2 þeirra
reyndist gerlafjöldinn 300 í 1 sm3, en í hinum 5000 og 6000 í 1 sm:i.
Sýnishornin reyndust öll neikvæð 1 cólitíter. Kvartanir uui skeinmdar
vörur og beiðni um rannsóknir á þeim voru alls 27. t 16 tilfellum var
um skemmdar eða gallaðar vörur að ræða, og var viðkomandi fram-
leiðanda gert aðvart um það. I þeim tilfellum, er um skemmdar vörur
var að ræða, var sala þeirra stöðvuð. Meðal kvartananna voru 4 um
mjólk, sem reyndist vatnsblönduð. Fita í sýnishornunum var frá 2,3—
2,7% og þurrefni frá 8,02—9,51.
ísafj. \ héraðinu eru 3 sláturhús. Eitt ágætt, annað sæmilegt, en hið
þriðja hefur of lítið geymslupláss, svo að skrokkarnir eru lengi að
stirðna og þorna, nema rok sé úti. Yfirleitt fer slátrun hreinlega fram,
þó verður stundum að gera skrokka afturreka til þvottamanns.
Nokkrir skrokkar dæmdust ósöluhæfir. í einum fundust mörg æxli,
en aðrir voru marðir og blóðhlaupnir undir húð af slæinri meðferð.
Alls var í haustslátrun slátrað í öllum húsunum 8362 dilkum og 575
fullorðnu. t 42 skrokkum fundust sullir, 3 lömbum og 39 fuUbrðnu, eða
í 6,8% af öllu fullorðnu fé.
Akureijrar. Á árinu voru Matvælaeftirliti ríkisins send 17 matvæla-
sýnishorn, og reyndust þau öll, eins og þau áttu að vera, að undantekn-
um ávaxtalit, sem reyndist vera tjörulitur.
Vestmannaeijja. Eftirlit með matvælum er hér minna en skyldi. Iðu-
Iega er gripið í taumana, þegar verið er að selja skemmt íshúskjöt,
óhreina nijólk o. s. frv. Eg ætlast til, að hjúkrunarkona, sem fengi að
kynna sér þessi mál hjá matvælaeftirlitinu gæti gert miklar umbætur,
ef hún starfaði hér að nokkru leyti sem heilbrigðisfulltrúi. Engar
kröfur hafa hvort sem er verið gerðar um þekkingu heilbrigðisfulltrúa
hér áður á heilbrigðismálum.
E. Manneldisráð ríkisins.
Eins og gert hafði verið ráð fyrir, var á árinu lokið við að vinna
úr gögnum þeim frá manneldisrannsóknunum, sem saman höfðu verið
dregin, og var rit dr. Júlíusar Sigurjónssonar: Um mataræði og heilsu-
far á íslandi, þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna,
tilbúið í handriti um áramót.
F. Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveitum.
Mikið kvað að því sumarið 1942, eins og undanfarið sumar, að kaup-
staðabörnum væri séð fyrir sumarvist í sveitum. M. a. rak Rauðakross
íslands sumarvistarhæli á 10 stöðum víðs vegar um land, samtals fyrir
510 börn. í þetta sinn víkja héraðslæknar i skýrslum sinum ekki sér-
staklega að þessari starfsemi.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Þó að vonum meira væri reist af íbúðarhúsum í sumum kaupstöð-
unum, svo sein í Reykjavík, á Akranesi, í Vestmannaevjum og eflaust
víðar, svaraði það hvergi nærri eftirspurninni eftir húsnæði á þeim