Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 93
91
Félagslegar ástæður: Sjálf öryrki og kærasti hennar
sömuleiðis, hann einnig berklaveikur (dvelst á hæli).
13. 42 ára ekkja skósmiðS í Reykjavík. Komin 8 vikur á leið. 6 fæð-
ingar á 16 árum. 5 börn (16, 14, 12, 11 og 7 ára) í umsjá kon-
unnar. íbúð: 3 herbergi lítil. Vinnur fyrir heimilinu með fæðis-
sölu.
S j ú k d ó m u r: Asthenia generalis.
Félagslegar ástæður: Ómegð og fátækt.
14. 36 ára g., fráskilin kona svínaræktarmanns í Reykjavík. Ekki
greint, hAæ langt komin á leið. 4 fæðingar á 9 árum. 4 börn (12,
10, 5 og 3 ára) í umsjá konunnar. Húsnæðislaus, hefst við í sum-
arbústað utan bæjar. Mánaðartekjur 225 kr. og verðlagsuppbót.
Sjúkdómur: Depressio rnentis psychogenes.
Félagslegar á s tæ ður: Ómegð. Fátækt. Húsnæðisleysi.
15. 33 ára g'. berldasjúklingi í Reykjavík. Komin 5—6 vikur á leið.
4 fæðingar á 13 árum. 3 börn (13, 10 og l1/? árs) í umsjá kon-
unnar. íbúð: 2 herbergi og eldhús. Eiginmaður veikur í heilt ár,
þar af 8 mánuði á berklahæli og nú á förum þangað aftur.
Sjúkdómur: Ulcera cruris, sennilega eftir phlebitis puer-
peralis fyrir 1% ári.
F é 1 a g s 1 e g' a r ástæður : Örbirgð og heilsuleysi eiginmanns.
Vönun fór jafnframt fram á 5 konum (morbus mentalis 2, neph-
ritis 1, sclerosis disseminata 1 og thyreotoxicosis 1).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið: ♦
Rvík. Af barnsburði og afleiðingum barnsburðar dóu 3 konur.
2 þeirra dóu í fæðingardeild Landsspítalans. Önnur liafði placenta
praevia partialis, og var gerð á henni sectio caesarea. Barnið lifði, en
konan andaðist á 18. degi eftir aðgerðina úr sepsis. Hin konan, sem
dó í Landsspítalanum var 23 ára frumbyrja. Fæðingin gekk seint og
var erfið, en konan fæddi þó án nokkurrar læknisaðgerðar. Um 3
klukkustundum eftir fæðinguna andaðist hún. Við sectio fundust
breytingar í lifur. Dánarorsökin var talin toxicosis graviditatis.
Barnið var líflítið eftir fæðinguna, en hresstist brátt. Þriðja konan,
sem lézt af barnsförum, var nýkomin í bæinn, er loftvarnarmerki var
gefið. Hún var þá stödd inni í vanhúsi. Hafði hún fætt, þegar að var
komið, og' lá andvana uppi við vegg. Dánarorsök var talin shock. Barn-
ið var ófullburða og líflítið. Það var flutt í fæðingardeild Lands-
spítalans og andaðist þar skömmu síðar. Eoks má geta um eina konu,
sem dó í Landakotsspítala eftir aðgerð vegna graviditas extrauterina.
Hnfnarff. Yfirsetukona tilfærir 1 konu með fósturlát, og á skýrslu
sjúkrahússins sé ég, að á 6 konum hefur verið gerð evacuatio uteri
vegna abortus incompletus. 1 kona dó á Vífilsstöðum úr blæðingum
vegná retentio placentae.
Borgarff. 1 mjög erfið tangarfæðing vegna grindarþrengsla (Ing-
°lfur Gíslason í fjarveru héraðslæknis). Barnið var hálfdautt, varð
lífgað, en dó eftir dægur. Konunni heilsaðist vel. Vitjað 3 sinnum
vegna fósturláts. í einu tilfellinu varð að gera evacuatio uteri tafar-
laust vegna mikillar blæðingar.