Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Síða 112
110
Flateyjar. Héraðslæknir gegndi hluta af Patreksfjarðarhéraði
(Barðastrandarhreppi) frá því uni niiðjan maí ti! ársloka og fór
þangað 5 ferðir. Gegndi einnig Reykhólahéraði í fjarvistum héraðs-
læknis öðru hverju og fór þangað 1 ferð. Var talsvert um, að fólk
úr þessum héraðshlutum teitaði Flateyjarlæknis um lyf og la'knis-
hjálp, einkum í kauptíðunum í júlí og október.
Patreksjj. Síðara hluta ársins gegndu þeir Björgúlfur Ólafsson og
Kristbjörn Tryggvason héraðinu nokkra inánuði í veikindaforföllum
héraðslæknis.
ísaff. Héraðs- og spitalalæknir Kristján Arinbjarnar fékk veitingu
fyrir Hafnarfjarðarlæknishéraði á árinu og hætti störfum hér 30. júní
s. á. Baldur Johnsen héraðslæknir í Ögri er skipaður héraðslæknir
frá 1. júlí og tók þá við störfum. Jafnframt var fyrrverandi aðstoðar-
læknir sjúkrahússins, Ivjartan Jóhannesson, ráðinn yfirlæknir frá 1.
júlí og Baldur Johnsen ráðinn aðstoðarlæknir sjúkrahússins.
Akureyrar. Á þessu ári hætti Valdimar Steffensen læknisstörfum
hér í bænum vegna vanheilsu og fluttist búferlum til Reykjavikur.
Keflavíkur. Þegar núverandi héraðslæknir kom í héraðið, voru
þar fyrir 2 starfandi læknar í Keflavik, auk fyrrverandi héraðslæknis,
Sigvalda Kaldalóns, sem er starfandi læknir í Grindavík. í júnímán-
uði fluttist Snorri Ólafsson burtu, er hann fékk veitingu fvrir Reyk-
dælahéraði, og eru þá 2 læknar í Kéflavík, héraðslæknir og Helgi
Guðmundsson.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
50 alls, eða jafnmörg og á síðast liðnu ári.
Rúmafjöldi hinna 50 sjúkrahúsa telst 1195, og koma þá 9,6 rúm á
hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 44 með samtals 724
rúmum, eða 5,8%0, og hefur fækkað um 4 rúm vegna tilfæringa eða
leiðréttingar á framtali. Á heilsuhælum eru rúmin talin 257, eða 2,1%C.
Læknar láta þessa gelið:
Rvík. Sama vandræðaástandið hefur ríkt á þessu ári og næsta ár
á undan um sjúkrarúm. Varð fárveikt fólk oft að bíða vikuin saman
eftir að komast í sjúkrahús. Hafa þó sjúkrahúsin yfirleitt öll gert
sér allt far um að láta sjúklinga með bráða sjúkdóma sitja fyrir
s j ú k r a r ú m u n u m.
Skipaskaga. f sjúkraskýlismálinu hafa engar frekari framkvæmdir
orðið á árinu.
Borgarff. Læknisbústaðurinn nýi var tekinn til notkunar í jan-
úar þ. á.
Borgarnes. Sjúkrahús ekki neitt til í héraðinu, og er oft bagalegt
að þurfa að senda sjúklinga með smærri kvilla til Reykjavíkur að-
eins vegna þess. Á þessu ári komst ínikill skriður á sjúkrahúsmálið.
Dálítill sjóður var hér til, sem á að ganga til styrktar þessu málefni.
Nú barst sjóði þessuin hin inyndarlegasta gjöf, 10000 krónur frá út-
gerðarfélaginu Grími, og auk þess lagði hreppsnefnd Borgarneshrepps