Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 221
219
íslenzkra lækna, sem li! voru færðar hér að framan. hefur Jón Thor-
stensen það sér til málsbóta, að hann var roskinn orðinn, er þessi tíð-
indi urðu, og átti þá ekki mörg ár ólifuð. En reyndar mun hann aldrei
hafa verið svo gerður, að hann væri skjótur til nýbreytni. Hann var
talinn gáfumaður, hafði verið skólaljós, námshestur og prófgæðingur,
en reyndist ekki tilþrifa- eða framkvæmdamaður að sama skapi. Mun
hann hafa verið raunsærri á almenna erfiðleika við að koma fram þarf-
legum umbótuin en á möguleikana til að sigrast á þeim. Væri ekki ólíkt
honum að hafa litið svo til svæfinganná, að þær gætu átt við á sjúkra-
húsum erlendis, þar sem fyllsta kunnátta <>g öll skilyrði væru fvrir
hendi til að fást við slíkan vanda, og þá í sambandi við meira háttar
bandlæknisaðgerðir, sem hér gætu ekki komið til greina. Mundi þetta
hafa verið liliðstætt röksemdum hans gegn innlendri læknakennslu,
sem hann lagðist mjög eindregið á móti, eins og kunnugt er. Hins vegar
mun Jón Thorstensen hafa verið einkar samvizkusamur og natinn
læknir við sóttarbeð og hugljúfi sjúklinga sinna.
Ekki reyndust þeir læknar, er störfuðu liér á landi ásamt Jóni Thor-
stensen, þegar uppgötvtin svæfinganna var gerð heyrinkunn (nr. 2—10
á læknaskránni liér að frainan), honum viðbragðsfljótari við að taka
þær upp. Talið frá og með árinu 1847 eru ársskýrslur þessara lækna
fyrir hendi, sem hér segir: E. C. Lind (d. % 18(>4): 1847 —1863; J. P.
Weytvadt (lét af embætti 19A-j 1850 og fór úr landi): 1847 1850;
Jóse]> Skaptason (d. 3% 1875): 1847—1852 og 1854—1874; Ari Ara-
son (d. i:Yo 1881): engin skýrsla *(hafði aldrei embætti á hendi, og
mun jafnan hafa farið fremur lítið fyrir læknisstörfum hans); Ólafur
Thorarensen (d. 1870): 1855 og 1866 (var, sem kunnugt er, embættis-
laus læknir, en settur héraðslæknir þessi ár); Eggert Johnsen (d. 2%
1855): 1847—1852 og 1854; Gísli Hjálmarsson (lét af embætti 1860,
d. 1867): 1847—1855, 1857 og 1859; A. F. Schneider (lét af embætti
% 1848 og fór úr landi): engin skýrsla; Skúli Thorarensen (lét af
embætti 174 1869, d. 14 1872): 1847 1869. Bera skýrslurnar ekkert með
sér um svæfingar, og mun með tilliti til þess, er áður segir um Jón
'i'horstensen, mega hafa fyrir satt, að enginn ]>essara lækna hafi orðið
svo fljótur til að taka upp svæfingar, að þótt hafi frásagnarvert, eink-
um þar sem slík ályktun kemur heim við aðrar heimildir, er síðar
greinir. Þar ineð er ekki sagt, að áframhaldandi þögn um svæfingar
af liálfu þeirra lækna, hér talinna, sem lifðu og störfuðu í landinu
um langan aldur hér á eftir, svo sem þeirra Gísla Hjálmarssonar, Ólafs
Thorarensens, Skúla Thorarensens og Jóseps Skaptasonar, þurfi að
tákna það, að enginn þeirra hafi nokkurn tíma náð því að taka upp
svæfingar. Jafneðlilegt sem það er að geta um svæfingarnar, meðan þær
eru nýstárlegar og sögulegar, er liitt, að minnast þeirra ekki, þegar þær
eru orðnar alinennar og sjálfsagðar, nerna þá i sambandi við eitthvað,
sem víkur frá liinu almenna, svo sem afbrigðileg áhrif þeirra eða
annað þess háttar, eða jafnvel það, að svæfing hafi af einhverjum
ástæðum farizt fyrir. Hins vegar er ekkert kunnugt, er bendi sérstak-
lega til þess, nema síður sé, að nokkur þessara lækna hafi um sína daga
staðið að svæfingum, að því undan teknu, að Gísli Hjálmarsson aðstoð-