Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 247
245
°g annarra óþæginda, er honum fylgdu. Gat hann eigi stundað vinnu
af þessum ástæðum fyrr en 2. jan. 1942, en þá var hann orðinn
vinnufær.
1 vottorði starfandi læknis í Reykvík, dags. 4. nóv. 1941, er S.
leitaði til umrætt kvöld, seg'ir svo: „Við skoðun kom í ljós, að
mikil eymsli voru á vinstra gagnauga upp á enni og niður fyrir
eyra, greinilegur þroti var á áðurnefndum stað. Maðurinn hafði
slæman höfuðverk og' kvartaði um ógleði, svo ég álít, að hann liafi
fengið heilahristing (commotio cerebri).“ Starfandi sérfræðingur í
taugasjúkdómum í Reykjavík, er tók S. til rannsóknar, lýsir niður-
stöðum sínum.á þessa leið í vottorði, dags. 23. nóv. 1941: „Sjiikl.
hefur sennil. fengið léttan heilahristing. Jafnframt áverka á til-
finningagrein V. heilataugar. Þar sem hreyfigrein sömu taugar var
óskemmd, verður rnaður að álykta, að áverkinn sé í höfuðkúpubotni,
sennilega í sambandi við blæðingu í heilahimnurnar (hæmorrhagia
subarachnoidealis).“ Starfandi augnlæknir í Reykjavík vottar 25.
niarz 1943, að sjónskerpa vinstra auga S. sé % og lilfinning horn-
himnu greinilega minnkuð. Loks lýsir starfandi eyrnalæknir í
Reykjavík 29. marz 1943 sjúkdómseinkennum á vinstra eyra S.
á þessa leið (til skýringar heyrnarvottorði, dags. 3. nóv. 1942):
„Hér er um að ræða heyrnartaugarbilun á vinstra eyra, að vísu ekki
algera, en þó það mikla, að heyrn jiess eyra kemur að sáralitlum
notum (á latínu: Laesio nervi acustici sinistri partialis, fere totalis).“
Málið er lcigt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er álits ráðsins um athugasemdir og fyrirspurnir verjanda
sakbornings í bréfi, skráðu í dagbók hæstaréttar 7. rnai’z 1944.
Fyrirspurnir verjandans eru á þessa leið:
1. Telur ráðið, að augna- og eyrnasérfræðingarnir hafi í hérum-
ræddu tilfelli haft aðstöðu til þess að dæma algerlega sjálfstætt
urn sjón- og heyrnarbilun S„ án þess að hann hafi, með svörum
sinum og upplýsingum, getað haft þar einhver áhrif á, til þess
að gera meira úr hilunum þessum en rétt var?
2. Hefði ekki verið öruggara, að skoðanir þessar hefðu verið
framkvæmdar af tveim læknum í sörnu grein (tveim augnlækn-
um og' tveim eyrnalæknum), til þess að staðreyna, hvort þeim
bæri saman?
3. Dregur það ekki úr gildi vottorðanna, að því er snertir orsakir
þargreindra bilunareinkenna, að skoðun sérfræðinganna fer ekki
fram fyrr en löngu síðar?
4. Telur ráðið öruggt, að S. hafi raunverulega fengið heilhristing i
umræddri viðureign, 1. nóv. 1941?
5. Ef svo er, virðist ráðinu þá, að heilhristingurinn hafi verið
alvarlegur, eða einungis á vægasta stigi?
6. Telur ráðið örnggt að álykta, að bilunareinkenni þau á sjón og
heyrn S„ sem sérfræðingarnir minnast á í vottorðunum, muni
hafa stafað frá viðureign þeirra Þ. 1—2 árum áður?
7. Hvað álítur ráðið um batahorfur gagnvart umræddum ein-
kennum?