Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 128
126
að þaðan sé aldrei róið til fiskjar, en svo er um Borgarnes. Fæði fólks
verður því æði fábreytt með köflum, kjöt og saltfiskur og aftur kjöt.
Auk þess er þetta mjög dj'rt. Dálítið er flutt hingað af svokölluðuin
nýjum fiski, en stopult. Lax bætir mikið úr að sumrinu og er talinn
ineð ódýrari mat hér. Ýmislegt grænmeti, sérstaklega tómata, er hægt
að fá fyrir offjár úr gróðurhúsunum við hverina. Er neytt sem sæl-
gætis, en ekki sem matar. Kartöflurækt er töluverð í Borgarnesi, og
munu kartöflur hafa verið seldar héðan í burtu. Sveitirnar munu aftur
á móti varla vera sjálfbjarga um þessa vöru. Rófnarækt töluverð, en
nú mun káhnaðkur á góðri leið með að eyðileggja hana. Yfirleitt var
afkoiua fólks svo góð þetta ár, að það mun hafa getað veitt sér það,
sem það lysti og fáanlegt var. Fatnaður virðist mér svipaður því, sem
ég hef séð annars staðar. Sæmilega myndarleg spariföt úr ullarefnum
og svokallaðir vinnugallar, nankinsföt úr vinnufatagerðum hversdags-
lega við vinnu. Ullarnærföt og sokkar mikið notað. Kvenfólk klæðir
sig', eins og það heldur, að tízkan heimti. Klæðskeraverkstæði, sem
Kaupfélag Borgfirðinga heldur uppi, veldur miklu um gott útlit á
sparifatnaði karlmanna.
Ólafsvikur. Fatnaður er nú orðið nógur og góður. Um mat og' rnatar-
.g'erð má víst segja hið sama.
Stykkishóims. Fatnaður hefur litlum breytingum tekið, og um mat-
argerð má að miklu leyti segja hið sama, Sumarið 1941 var óvenju-
leg’t berjaár, og hagnýtti fólk sér berin þá. Höfðu suinir dálitlar auka-
tekjur af því að tína ber og selja í verzlanir. 1 sumar sáust varla ber,
og „sultusóttin“ gaus því aldrei upp, en „sultusykri“ var eigi að síður
úthlutað, og kvartaði því enginn um of lítinn sykurskammt í ár. Ný-
meti er hér fáanlegt mestan hluta árs, en sveitirnar verða eins og áður
að lifa á sínu.
Dala. Sokkaplögg og nærföt víðast unnin á heimilunum. Prjóna-
vélar víða til og notaðar, hvergi ofið og utanyfirföt úr aðkeyptu efni.
Skófatnaður aðallega gúmstígvél og gúmskór. Notkun leðurstígvéla
fer í vöxt. íslenzkir skór alveg horfnir. Matarræði fremur fábreytt og
einhliða. Aðallega gamall matur, saltur og súr, einkum fram til dala.
Mikil vanhæfi á öflun nýs fiskifangs, og nýmeti sést yfirleitt ekki utan
sláturtíðar á haustin. Jafnvel í Búðardal sést nýr fiskur aðeins endrum
og eins. Garðrækt talsverð, nóg til heimilisnota og' víða nokkuð aflögu
lil sölu. Aðallega kartöflur og eitthvað rófur, lítið um kál. Hænsna-
rækt er almenn og eggin notuð til matar á heimilunum, þótt víða séu
þau seld. Hænsnin gefin refunum. Úttekt manna af matvöru hjá
Kaupfélagi Hvammsfjarðar er aðallega hvítt hveitimjöl og haframjöl,
lítið rúgmjöl, nema á haustin í sláturtíð. Sykur og kaffi allmikið, eða
eins og' skammturinn leyfir. Undanfarið hefur fengizt mjöl úr heil-
hveiti, og' er notkun þess að aukast.
Bildudals. Allt með svipuðu sniði og áður, nema hvað hætta er á, að
notkun prjónafatnaðar fari minnkandi vegna óheyrilegs dýrleika.
Ögur. Fatnaður tekur litlum breytingum frá ári til árs. Heldur virð-
ist þó fara vaxandi notkun ullarfatnaðar. Matarræði svipað og áður.
Áhuginn á grænmetisframleiðslu og neyzlu virðist vera að dofna mik-