Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 39
37
Var þess vegna reynt að fá húsrúm hér á Akranesi til einangrunar
sjúklinganna, en það tókst ekki. I einu tilfelli, þar sem ástæður á
heimilinu voru aigerlega ófærar til einangrunar, var sjúklingnum
komið fyrir í herbergi, sem Rauðakrossdeild Akraness hafði til um-
ráða til afnota, ef slys bæri að höndum vegna loftárásar.
Borgarfi. Hélt áfram að sýkja nemendur í Reykholtsskóla fram í
febrúar, en breiddist ekki út. Skólanum var haldið í sóttkví, þar til
er honum var slitið i apríl, og fór þá sótthreinsun fram. Veikin var
yfirleitt væg og mjög lítið um fylgikvilla. 1 sjúklingur fékk alvar-
Jega hjartabólgu, en batnaði um síðir.
Sauðárkróks. Gerir talsvert vart við sig á árinu. Ekki er vitað,
hvaðan hún hefur borizt. Varð hennar fyrst vart frammi í sveit á einu
heimili í marz. Nokkru síðar kemur hún í nokkur hús í kauptún-
inu og svo aftur í sveitinni hér og þar. Frá því í miðjum júlí þar til
í septemberlok verður hennar ekki vart, en kemur þá upp aftur á
Sauðárkróki, og má þá með vissu rekja smitun til Siglufjarðar. Er
hún svo viðloða til áramóta, aðallega í kauptúninu og á einu heimili
í sveitinni. Grunur leikur þó á, að veikin leynist víðar í sveitinni,
einkum á afskekktari stöðuin. Veikin var yfirleitt væg, og bar ekki
á fylgikvillum.
Hofsós. Kom hér í febrúar og gekk allt árið, en var frekar væg.
Ólafsfj. Nokkur dreifð tilfelli á árinu, flest lítt sérkennileg' og væg.
Aðeins í 2 tilfellum gat verið að ræða um smitun milli sjúklinga, þar
sem 3 veiktust á sama heimili. Geri ég ráð fyrir, að eitthvað af hin-
um tíðu hálsbólgutilfellum og' skarlatssóttin hafi verið sami grautur
í sörnu skál.
Akureyrar. í öllum tilfellum beitt einangrun, er til sjúkdómsins
spurðist. Sjúkdómurinn yfirleitt mjög' vægur.
Reykdæhi. í janúar kom upp skarlatssótt i Laugaskóla. Síðar á
árinu komu upp nokkur dreifð tilfelli í héraðinu. fjll skarlatssótt-
artilfellin væg'. Laugaskóii og heimilin voru sett í sóttkví, og mæltist
hað misjafnlega fyrir. Súlfanilamið virtist verka vel á sjúkdóminn.
hegar veikin er svo létt sem raun er á, þá vaknar hjá manni sú
spurning, hvort nauðsynlegt sé að setja heimilin í sóttkví.
öxarfj. Barst í ársbyrjun til Raufarhafnar og náði útbreiðslu þar
og í grennd, fyrr en ég vissi. Mjög væg og iítt næm. T. d. algengt,
að 1—2 börn af mörgúm fengju hana á sanra heimili, þó að engin
varúð væri innan heimilis. Síðast var hún á Blikalóni á Sléttu nú
iini áramót og var stöðvuð þar með sóttkví.
Seijðisfj. Hefur ekki gengið hér síðan 1932 og 1933 þangað til nú.
8 börn veiktust á 4 heimilum, sem ekkert samband var á milli. Upp-
tök óþekkt. Öll voru heimilin einang'ruð, og tók þannig fyrir frekari
athreiðslu.
Vestmannaeyja. Mjög væg skarlatssótt gerði vart við sig', svo að
vist yrði, í apríl og náði hámarki í júní, rénaði úr þvi til ágústloka,
en gerði aftur vart við sig í desember. Reynt er að éinangra sjúklinga
á heimilum eftir föngum, en það er álit mitt, að slík einangrun á
heimilum komi að hverfanda litlu liði, því að allt er á fcrð og flugi,
°g enginn leikur sér að því að hefta för fólksins nú orðið. Það kærir