Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 214
212
mn laga, trúarbragða og siðfræði. Til dæmis um, hversu fáránleg geta
verið viðhorf jafnvel hinna ágætustu manna til óvæntra nýjunga, ekki
sízt varðandi sérgrein þeirra, má geta þess, að prófessor J. F. Dieffen-
Isach i Berlín, einn hinn hugvitssamasti handlæknir allra tima, leit með
ugg til svæfinganna fyrir það, að þær mundu hafa ill áhrif á trúnaðar-
samband sjúklings og læknis. Talaði hann með hryllingi uin það, er
læknar ættu að fara að iðka handlæknisaðgerðir á sjúklingum, er væru
jafnóvitandi um það, sem fram færi, og lík á líkskurðarborði eða
hverjir aðrir dauðir hlutir. Reyndi ekki á, að Dieffenbach þyrfti að
endurskoða þessa afstöðu sína, því að hann lézt árið 1847. Ekki man
það verða talið ólíkt Bretum, að með þeim skaut nú upp þeirri mót-
báru gegn svæfingunum, að þeim fylgdu lostafullir draumar. Var það
fyrirbrigði freklega staðfest af ungum handiðnarsveini í hópi þeirra,
sem fyrstir voru svæfðir i Danmörku. Þess finnst að vísu ekki getiö,
en líkt hefði það verið Simpson, sem var, eins og nefnt befur verið
dæmi um, hið mesta hárjárn í kappræðum, að tefla því fram til and-
svara, að ekki hefði guðleg forsjón hikað við að stofna til náttúrlegs
svefns, þó að hann væri engan veginn grómlaus af því líkum draum-
förum. Hinir trúar- og siðferðilegu fordómar manna á svæfingunum
höfðu lítil sem engin áhrif á heildarþróun þeirra. Heilbrigð skynsemi
stóð hér svo vel að vígi, að hún var ósigrandi, og því heldur sem hún
bafði straum tíinans rakinn með sér.
Var nú hvarvetna tekið að iðka svæfingarnar af nýjum áhuga. fvrst
í stað aðallega á sjúkrahúsuin og fæðingarstofnunum í völdum tilfell-
um og af miklu gáti, einkum eftir að fréttir tóku að berast af manns-
látum í sambandi við svæfingar. Árið 1849 var þegar orðið kunnugt
um átta mannslát eftir klóróformsvæfingar (í Frakklandi 3, Austur-
indíum 1, Englandi og Ameriku 4). Nefnd, skipuð af Vísindafélagi
Parísarborgar, taldi þó aðeins þrjú mannslátin likleg til að vera bein-
línis af völdum svæfingarlyfsins, en eftirtektarvert er, að klóróformið
var m. a. sýknað af því mannsláti, sem borið hafði að, er aðeins ein
rninúta var liðin frá upphafi svæfingarinnar, og ein átta grömm höfðu
verið notuð af lyfinu. Höfðu menn þá ekki enn áttað sig á hinum bráða
klóróformdauða. En ekki leið á löngu, að revnslan skæri úr um það. að
hættuleg svæfingarslys væru svo fág'æt, að þau rýrðu ekki að ráði gildi
svæfinganna, allra sízt, er öruggt þótti, að með meiri aðgæzlu og varúð
mætti umflýja flest þeirra. Svæfingunum var nú tryggður öruggur ef
ekki að öllu leyti tregðulaus framgangur, og ekki aðeins til iðkunar í
sjúkrahúsum og fæðingarstofnunum, heldur breiddust þær meira og
meii-a út, einkum jafnhliða því sem ný kynslóð lækna óx upp, unz þær
urðu tiltækar, auðveldar og sjálfsagðar aðgerðir allra starfandi lækna
í viðeigandi tilfellum. Seinaganginn, sem oft varð á þessu, má ekki
dæma út frá þeim forsendum, að á þessum tímum hafi þörfin fyrir
deyfingar við handlæknisaðgerðir verið lík því, sem síðar varð. Voru
slikar aðgerðir þá svo fátíðar og flestar svo lítils háttar, að engan
samanburð þolir við það, sem nú er. Hér er þess að gæta, að eftir til-
komu deyfinganna varð þróun handlækninganna sú, að svæfingarnar
gerðu kleifar fleiri og fleiri meira háttar handlæknisaðgerðir, sem
áður voru óhugsandi, og má miklu fremur segja, að fyrst i stað hafi