Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 219
217
skólakennara og sjnkrahúslækna annarra þjóða til samanbnrðar, og
ekki heldur aðra stórborgarlækna, heldur starfandi lækna í hinum af-
skekktustu byggðum og við hin óhagstæðustu skilyrði. Hér var á þess-
um tíma sárafámenn stétt starfandi lækna, órafjarri öllum sjúkrahiis-
um og læknismenntstöðvum, sem þeir gátu ekkert samneyti eða sam-
hand haft við, nema hafi sumir þeirra haldið einhver erlend tímarit
um læknisfræðileg efni. Fyrir flesta hafa þar einkmn komið til greina
hin dönsku læknatímarit, sem þá komu út (Bibliothek for Læger frá
1809, Ugeskiift for Læger frá 1834 og Hospitaltidende frá 1858). En
greinargerðir slikra rita um nýjungar voru æði slitróttar, auk þess sem
ritin lilutu, eins og hér til hagaði um samgöngur, að berast seint og
dræmt. Var þvi umhent að fvlgjast með framförum læknavisindanna
af þeim gögnum einum, og því heldur sem framsetningiu var sjaldnast
miðuð við það að kenna læknum tilteknar aðgerðir án sjálfs sjónar.
Við þetta bættist, að hinir fáu íslenzku læknar sátu svo dreift, að við-
burður hefur mátt heita, ef einn læknir liitti annan til skrafs og ráða-
gerða, hvað þá til nokkurrar samvinnu, og örvar slíkt ekki lil nýbreytni
um vinnubrögð. Utanferðir lækna, sem setztir voru að störfum, komu
ekki tii greina. Af öllu þessu leiddi, að læknisfræðin stóð hér á frum-
stæðu stigi, eftir því sem gerðist í nálægum löndum, og ekki sizt að þvi
er tók til handlækninga, þó að þar væri ekki miklu fyrir að fara annars
staðar, rniðað við það, er nú gerist. Auk fæðingaraðgerða, þ. e. tangar-
töku, vendingar, höfuðstungu og limunar fóstra, og sjálfsögðustu að-
gerða vegna slysa, er fólgnar voru í umbúnaði sára og beinbrota og að
kippa í liði, fengust íslenzkir læknar naumast við aðrar handlæknis-
aðgerðir en þær, er vér mundum nú telja smáaðgerðir (chirurgia
minor), svo sem að skera í fingurmein og aðrar ígerðir, ástungur, þ. á
m. i sulli, brottnám vel viðráðanlegra útvortis æxla og annað þess
háttar. Þá komu lil greina aflimanir smærri og stærri lima, en vafa-
laust oftast vegna dreps og' þá einkum af völdum kals. Hafa þær aflim-
anir sennilega mjög oft verið sem tilþrifaminnst aðstoð við aflimunar-
aðgerðir líkamans sjálfs, þannig að skornar hafa verið hurtu ineira eða
minna dauðar holdþjóttur og klipin sundur dauð eða hálfdauð bein.
Flestar þessar aðgerðir, aðrar en meira háttar fæðingaraðgerðir, voru
jöfnum höndum iðkaðar af lagtækum skottulæknum, er voru á hverju
strái, og kom ekki ýkja rnikið í hlut hinna lærðu lækna, hvers um sig.
Má fara nærri um, að ekki kölluðu þessar óverulegu og tiltölulega fá-
tíðu handlæknisaðgerðir íslenzkra lækna ríkt eftir deyfingu, og þvi
síður sem menn lifðu þá almennt harðneskjulegu lífi og voru því van-
astir að vera undir hvers konar píslir og þjáningar seldir.
Skrá um íslenzka lækna við tilkomu svæfinganna fer hér á eftir og
mundi nú ekki þykja fyrirferðarmikil læknaskrá;
1. Jón Thorstensen, f. % 1794; kand. 1819; siðan 17/r2 1819 landlæknir
og samtípris héraðslæknir i vesturhéraði Suðuramtsins. Sat í
Reykjavík.
2. E. C. Lind, f. Bó 1821; kand. 1842; síðan 1845 héraðslæknir í
suðurhéraði Vesturamtsins. Sat í Stykkishólmi.
3. ,1. P. Wevwadt, f. 1820; kand. 1845; síðan nA 1847 héraðsheknir i
norðurhéraði Vesturamtsins. Sat á ísafirði.
28