Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 179
177
Framh. af bls. 128
að og stundum vérið fengin ulla leið úr Borgarnesi með áætlunarbíl-
uin tvisvar í viku.
Dala. Öll heimili hafa kýr, frá 2—(>, og er mjólkin og afurðir hennar
notuð til heimilisþarfa, því að mjólkursala er engin. En smjðrsamlag
starfar í Búðardal á vegum kaupfélagsins siðan 1940, og selja menn
þar smjör sitt. Hefur þetta yfirleitt gefizt vel.
Isafj. Hér á að heita, að eftirlit sé með mjólkursölu. ísfirðingar
sjálfir framleiða mjög lilla mjólk. Þeir hafa þó komið sér upp fyrir-
myndar kúabúi, sem mikið hefur hjálpað, þegar lítið hefur verið mn
mjólk, með því að takmarka mjólkursölu sína við barnaheimilin. Ann-
ars hefur verið keypt mjólk innan úr ísafjarðardjúpi, sem svo er ger-
ilsneydd hér. Mjólk úr Skutulsfirði, Arnardal og Iinífsdal fer að mestu
leyti beint til neytenda. A sumrin er og flutt nokkur mjólk til bæjar-
ins frá Önundarfirði. Alls gengu á árinu gegnum mjólkurstöðina tæp
206000 kg mjólkur. Gerilsneyðingartæki á stöðinni eru góð. Þau hita
nijólkina upp í 74 stiga hita og skilá henni kaldri, allt á Ví> mínútu.
Öll mjólk úr nágrenninu sleppur frarn hjá tækjunum. Er spurning,
hvort það á að Hðast, en það mál er erfitt aðgerða. Stærstu búin eru
sum ágæt, en þau smærri mjög varhugaverð og lifa á kunningja-
verzlun. Mest öll mjólkin fer í gegnum eina sæmilega mjólkurbúð, en
þess utan selja 1 eða 2 mjólk í hálfgerðu trássi við heilbrigðisnefnd.
Ögur. Flest heimili við Djúp framleiða næga mjólk handa sér sjálf
og framleiða auk þess mjólk, sem seld er til ísafjarðar, en þar er hún
gerilsneydd.
Reykjarfi. Mjólk framleidd til heimilisnotkunar svo til eingöngu, og
er næg' mjólk víðast hvar.
Blönduós. Mjólkurneyzla er allmikil, því að kúm hefur fjölgað, síð-
an mæðiveikin færðist í aukana, en mjólkursala frá sveitaheimilum
svo að segja engin. Aftur á móti er selt talsvert af smjöri frá mörgum
heimilum, og hefur Sláturfélag Húnvetninga veitt því viðtöku, hnoðað
það og komið því á markað.
Sauðárkróks. Mjólk og mjólkurafurðir fást nægjanlegar, og er þeirra
mikið neytt. Sauðárkróksbúar hafa margir mjólk fyrir sig og geta selt
mjólk, og' mjólkursamlagið framleiðir ágætar mjólkurafurðir til sölu.
Öll mjólkursala úr sveitinni fer fram gegnum samlagið, en alltaf mun
einhver mjólkursala fara fram utan samlagsins milli húsa. Mjólk sú,
er samlagið selur, er gerilsneydd.
Ólafsfi. Mjólk seld eins og áður frá Mjólkursamlagi KEA að suinar-
lagi. Einnig dálítil mjólkursala frá næstu bæjum við kauptúnið allt
árið.
Svarfdæla. Framleiðsla mjólkur eykst stöðugt. Mjólkursala fer nærri
öll fram á vegum KEA og nam 415054 lítrum. Mjólkurbúðin á Dal-
vík seldi 36568 lítra, en auk þess er alltaf nokkur sala manna á milli.
Akureyrar. Mjólkursala mjög' mikil, og' langsamlega mest af þeirri
mjólk er selt frá Mjólkursamlagi KEA. Talsvert mikið er þó um það,
að bæjarbúar eigi kýr sjálfir, en mestan liluta þeirrar mjólkur nota
þeir til eigin heimilisþarfa. Á þessu ári hafa verið talsverðir erfið-
leikar á því að fá mjólkurflöskur, og hefur því orðið að selja töluvert
23