Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 110
108
I
Rikisstjóri staðfesti skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði til heil-
brigðisnota:
1. Skipulagsskrá fyrir sjóð til eflingar á rannsóknum á lækninga-
krafti íslenzkra heilsulinda (9. janúar).
2. Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Sigríðar Hálfdánardóttur (27.
febrúar).
3. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Sigurjónu Jóakimsdóttur (8.
júlí).
4. Skipulagsskrá fyrir Sjúkrasjóð Ólafsfjarðar (16. júlí).
ö. Skipulagsskrá fyrir Hjúkrunarsjóð Ögurhrepps (25. ágúst).
6. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð hjónanna Ólafs Steingríms-
sonar og Ingibjargar Runólfsdóttur, Hliði á Álftanesi (8. april).
7. Skipulagsskrá fyrir Sjúkrasjóð Fellsstrandarhrepps (19. nóvem-
ber).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr. 1201054,44
(áætlað hafði verið kr. 848950,00) og lil almennrar styrktarstarfsemi
kr. 4529019,66 (áætlað kr. 3099250',00, eða samtals kr. 3948200,00.
Á fjárlögum næsta árs voru sömu liðir áætlaðir kr. 2151150,00 -|-
5869850,00 == kr. 8021000,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á íslandi, eru í árslok taldir 186,
þar af 156, er hafa fast aðsetur hér á Iandi og tafla I tekur til. Eru
þá samkvæmt því 794,8 íbúar um hvern þann lækni. Búsettir er-
lendis eru 12, en við ýmis bráðabirgðastörf hér á landi og erlendis 18.
Auk læknanna eru 14 læknakandídatar, sem eigi ófengið lækninga-
leyfi. íslenzkir læknar, senl búsettir eru erlendis og ekki hafa lækn-
ingaleyfi hér á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlæknastofur, teljast 14 (þar af 2 lækn-
ar), en tannlæknar, sem tannlækningaleyfi hafa hér á landi, sam-
tals 15, þar af 2 búsettir erlendis. íslenzkir tannlæknakandídatar, sein
eiga ófengið tannlækningaleyfi, eru 9 og flestir enn erlendis.
Á læknaskipun urðu eftirfarandi breytingar:
Ólafur Geirsson aðstoðarlæknir berklayfirlæknis ráðinn 22. janúar
deildarlæknir á Vifilsstöðum frá 1. febrúar að telja. — Björgúlfur
Ólafsson læknir ráðinn 28. marz læknir holdsveikraspítalans í
Kópavogi. — Baldur Johnsen héraðslæknir í Ögurhéraði skipaður
28. apríl héraðslæknir í ísafjarðarhéraði frá 1. júlí að telja. — Karli
Guðmundssyni héraðslækni í Dalahéraði veitt 28. april lausn frá 1.
júní að telja. — Brynjúlfur Dagsson héraðslæknir í Reykdælahéraði
skipaður 27. maí héraðslæknir i Dalahéraði frá 1. júní að telja •—
Björn Jósepsson héraðslæknir í Húsavíkurhéraði settur 5. júní til að
gegna Reykdælahéraði ásamt sínu héraði frá 1. s. m. að telja. Ein-
ar Ástráðsson héraðslæknir í Reyðarfjarðarhéraði settur 5. júní tii
að gegna Hróarstunguhéraði ásamt sinu héraði frá 1. s. m. að telja.
Ragnar Ásgeirsson cand. med. & chir. settur 13. júní héraðslæknir
í Reykjarfjarðarhéraði frá 1. s. m. að telja. — Snorri Ólafsson læknir