Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 14
ÁBYRGAR KONuR OG SjÚKIR KARLAR
27
speglar mýtuna um að nauðganir eigi sér stað utandyra og að gerendurnir
séu ókunnugir,54 en það passar ekki við íslenskan veruleika þar sem brotaþoli
og gerandi þekkjast í flestum tilvikum55 og ofbeldið á sér oftast stað inni á
heimilum.56
Að konur geti fyrirbyggt nauðganir var ekki eina birtingarmynd þess að
samfélagið setji konum reglur, en að auki komu fram hugmyndir um hvernig
brotaþolar eigi að bregðast við ef þeim er nauðgað – einhverskonar reglur
um „rétt“ viðbrögð. Yfirleitt var áherslan á viðbrögð brotaþola, en sjaldan
var lögð áhersla á að gerandi ætti að breyta hegðun sinni. Það var algengt að
þátttakendum fannst t.d. „ekki núna, ég er þreytt“ ekki nógu skýr skilaboð
til gerandans um að brotaþoli vilji ekki stunda kynlíf. undirliggjandi hug-
myndir virðast vera að allir brotaþolar streitist á móti nauðgunum, en rann-
sóknir sýna að viðbrögð brotaþola geta verið mjög ólík, allt frá því að vera í
gífurlegu uppnámi yfir í að vera þögul og virðast hafa stjórn á aðstæðunum.57
Þessi krafa á ákveðin viðbrögð brotaþola birtist í orðum Eddu:
Hún segir hérna „ekki núna“, þýðir það nei? Eða þýðir það kannski
á eftir? […] Ég sé samt alveg hvernig þetta er, if the situation… Ef
þú ert alveg í þínum heimi og hún segir „ekki núna“. Það getur
alveg... ef þú segir þetta við lítinn krakka, ef þú segir „ekki núna“
þá vill hann vita hvenær, þú veist? Er það á morgun eða eftir fimm
mínútur?
Þessi ríka krafa á „rétt“ viðbrögð nær ekki yfir gerendur, en þessi ummæli
Eddu varpa ljósi á hvernig gerandinn, og kannski karlar almennt, eru barn-
gerðir og þar með fríaðir ábyrgð eigin gjörða. Þeir skilja ekki og geta ekki
skilið höfnun eða neitun af því að þeir eru eins og börn. Þetta er ein birting-
armynd þess hvernig gerandinn er afsakaður, en það er þema sem fjallað er
um síðar í niðurstöðukaflanum. Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum ungs
fólks til samþykkis og nauðgunar sýna að flest ungt fólk skilur hvað átt er við
með að „gefa samþykki“ (e. giving consent), en hefur takmarkaðan skilning
á hvað hugtakið að „fá samþykki“ (e. getting consent) felur í sér. Talið er að
mótun kyngervis, sérstaklega karlmennsku, hafi veruleg áhrif á hvernig ungt
fólk skilur samþykki. Við búum við tvöfalt siðgæði þegar kemur að kynver-
54 Liz Kelly, Routes to (in)justice, bls. 5.
55 Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds, Rannsóknir á ofbeldi gegn konum, bls. 63.
56 Sama heimild, bls. 65.
57 Liz Kelly, Routes to (in)justice, bls. 4.