Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 141
HAUkUR INGvARSSON
154
Íslendinga að sjálfsmynd og tilraunir þeirra til að skilgreina sig út frá and-
stæðupörum á borð við norður/suður, við/hin eru miðlæg umfjöllunarefni
í þríleik Guðmundar Daníelssonar Af jörðu ertu kominn. Birtast þau t.a.m.
þegar samfélagsleg völd færast milli kynslóða í Eldi en kynslóðirnar spegla
sig í ólíkum heimsmyndum þar sem hugmyndir um miðju og jaðar, norður
og suður eru breytilegar og skipta um inntak.
Mannfræðingurinn kristín Loftsdóttir hefur fjallað um tengsl kynþátta-
hyggju og karlmennsku og bent á hvernig ímynd hins siðmenntaða Evrópu-
búa einkennist af áherslu á óttaleysi og það hvernig karlmenn ryðji brautina
fyrir framfarir á framandi slóðum.44 Þessa mynd má heimfæra upp á út-
gerðarmanninn Sögaard Nielsen í Eldi en hann er álitinn „velgjörðarmaður
samfélagsins“, a.m.k. af vinum sínum og sagt er að fyrir hans daga hafi ríkt
sultur í sveitinni. Hann skaffar mönnum atvinnu og færir þeim björg í bú (E
56). Sá einstaklingur sem hagnast mest á veru hans í sveitinni er Jóhannes
Jónsson því Nielsen leigir af honum ströndina þar sem íbúðarhús hans, fisk-
reitur, þurrkatrönur og bátanaust standa (E 76). vegna þessa ráðahags renna
ríkulegir fjármunir til Jóhannesar sem gera pyngju hans gilda og hann sjálfan
að æðsta embættismanni hreppsins (E 75). Jóhannes tilheyrir eldri kynslóð
höfðingja sem kynntir eru til sögunnar í Eldi og það sama á við um annan
valdamikinn höfðingja í sveitinni, Sigurð í Nesi. Staða hans innan samfélags-
ins er líka tengd hinu erlenda valdi með afdráttarlausum hætti því gjarna er
vísað til hans sem „dannebrogsmannsins“ en heitið var notað um þá sem
sæmdir höfðu verið silfurkrossi dannebrogsorðunnar (E 120). Þó að Nielsen
tilheyri herraþjóðinni Dönum þá er íshafsströndin nú heimkynni hans og
þegar hann situr að drykkju með Jóhannesi láta þeir sig dreyma „stund og
stund út úr ísnum, langt - langt inn í hitabelti hálfgleymdra minninga“ (E
87). vínið sem þeir drekka kemur úr suðri og það kallar fram heillandi sýnir:
Róslituð ský yfir bláum unnum, hvítar kóralstrendur órafjarlægra
eyja, svignandi pálmalundir og nakið fólk, sem dansar undir silfur-
fölri ásjónu mánans. Báðir hafa þeir lifað það að sjá dýrð suðursins
með eigin augum, Jóhannes sem háseti á norsku skipi áður en hann
og kristinn Schram hafa fjallað um þjóðernisímyndir og þjóðernislega sjálfsmynd
í ýmsum greinum t.a.m. í eftirtöldum bókarkafla þar sem þau beina sjónum að
þorrablótum í nútímanum: „Óræður arfur: Þjóð- og kyngervi dullendu í norðri“,
Menningararfur á Íslandi: Greining og gagnrýni, ritstj. Ólafur Rastrick og valdimar
Tr. Hafstein, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015, bls. 219-245.
44 kristín Loftsdóttir, „Bláir menn og eykonan Ísland: kynjamyndir karlmennsku og
Afríku á 19. öld“, Ritið 2/2005, bls. 21-44, hér bls 42.