Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 113
SIGRÚN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
126
Þetta hús, sem virtist á einhvern hátt hafa mótað sig sjálft, safnast
saman í eigin máttugu mynd í höndum smiða sinna og mótað eigin
samsetningu lína og horna, reigði voldugt höfuðið upp til himins
án minnsta vottar af undirgefni við mannkynið. Þetta var hús án
gæsku, aldrei ætlað til búsetu, óhæf vistarvera fyrir menn eða ást
eða von.87
Sum reimleikahús stækka líka og breyta sér líkt og setrið í sjónvarpsþátta-
röðinni Rose Red (Craig R. Baxley, 2002) eftir Stephen King og hegða sér að
því leyti eins og netið. Það tekur sífelldum stakkaskiptum þannig að þeir sem
fyrir innan dvelja villast dýpra inn í myrkrið á meðan húsið borar sér leið
inn í vitund sögupersóna. Því er líkt farið með ungu mennina í Rökkri, sem
hafast ekki einungis við inni í hinum andstyggilegu vistarverum heldur hafa
þær einnig fundið sér leið inn undir sjálft holdið — fyrir tilstilli tækninnar.
Innrásin frá mastrinu
Nóttina sem Einar deyr hringir hann í Gunnar, líkt og fram hefur komið.
Hann skilur eftir örlagarík skilaboð sem þeyta Gunnari af stað í sveitina.
Skilaboðin frá Einari eru eftirfarandi:
Færðu einhvern tíma á tilfinninguna þegar þú vaknar um miðja
nótt að það sé einhver með þér í myrkrinu? Eða eitthvað? Þegar ég
er í Rökkri finnst mér alltaf eins og það sé einhver með mér.88
Það er síminn sem er félagi Gunnars í myrkrinu og jafnframt hvatinn að því
að hann brunar af stað vestur á Snæfellsnes í leit að Einari. Þegar í sveitina
er komið ber ekki bara jökulinn við himin, heldur líka langbylgjumastrið á
Gufuskálum sem á árunum 1963-67 var hæsta mannvirki heims utan Banda-
ríkjanna. Mastrið var upphaflega reist sem LORAN-C staðsetningartæki
fyrir Breta og Bandaríkjamenn og það gnæfir yfir bústaðnum líkt Coit-
turninn á Telegraph Hill í San Francisco og orkar eins og alsjáandi auga
87 Shirley Jackson, The Haunting of Hill House, New York: Penguin, 2006, bls. 24. ég
þakka Jóhanni Axel Andersen fyrir þýðinguna, en tilvitnunin hljómar svona á ensku:
This house, which seemed somehow to have formed itself, flying together into
its own powerful pattern under the hands of its builders, fitting itself into its
own construction of lines and angles, reared its great head back against the sky
without concession to humanity. It was a house without kindness, never meant to
be lived in, not a fit place for people or for love or for hope.
88 Erlingur Óttar Thoroddsen, Rökkur, [skál. mín].