Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 32
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
45
ingar en nokkurn tímann áður.13 Dísusaga er ekki fyrsta verk Vigdísar sem
hún byggir á sjálfsævisögulegum atriðum því áður hafði hún sent frá sér
ljóðabókina Minningabók (1990) sem hún orti í minningu föður síns. Engu
að síður hafa ýmsar aðrar bækur Vigdísar verið tengdar henni sjálfri en hún
hefur t.d. greint frá því að margir hafi haldið að sagan um Ísbjörgu væri
sjálfsævisöguleg: „Fólk taldi að ég hlyti að vera að skrifa um eigin reynslu en
það var ekki rétt. Höfundar fá oft að heyra þetta þegar þeir fjalla um erfið
mál, sérstaklega kvenhöfundar. En þú þarft ekki að hafa upplifað neitt sjálf
til að geta skrifað um það. Þú þarft bara að kynna þér aðstæður, hafa hæfi
leika til að setja þig í spor annarra og vera næmur á eðli mannsins.“14 Vigdís
hefur einnig upplýst að oft hafi umtalið og tengingar söguefnis við hana
sjálfa reynst henni erfiðar en í viðtali við Pétur Blöndal í bókinni Sköpunar-
sögur segir hún meðal annars:
Þegar Ísbjörg kom út var umtalið erfitt gagnvart mér og minni
fjölskyldu og ég tók það nærri mér. En svo hverfur umtalið. Og þá
er það líka búið. En það var erfitt að kyngja sumu. Eins og þegar
kerling sagði við aðra kerlingu í boði: „Það er voðalegt hvað Vig
dís hefur átt erfitt – að vera misnotuð í æsku.“ Þá vindur sér að
sú þriðja og segir: „Ég þekki hana – þetta er skáldsaga!“ En það
situr í manni ef umtalið er orðið svo mikið að einhver sem manni
þykir mjög vænt um fari að efast, hvort þetta gæti verið rétt? Og
pabbi sem var minn besti vinur! Ísbjörg hafði ekkert með hann að
gera. Þetta getur verið alveg óþolandi, en auðvitað eru mun fleiri
jákvæðar hliðar.15
13 Sbr. „735 tilkynningar um kynferðisbrot 2013“, RÚV, 8. janúar 2014, sótt 15.
febrúar 2019, sótt af http://www.ruv.is/frett/735-tilkynningar-um-kynferdisbrot-2013.
Tilkynningar um kynferðisafbrot voru óvenju margar árið 2013 en ástæður þess
hafa meðal annars verið tengdar því að Kastljós afhjúpaði kynferðisafbrot Karls
Vignis Þorsteinssonar í upphafi árs en sá fréttaflutningur er sagður hafa opnað fyrir
flóðgáttir þess að fólk tilkynnti um ofbeldi sem það hefði orðið fyrir. Tilkynningarnar
árið 2013 voru tvöfalt fleiri en árið 2012 en frá árinu 2009 hefur verið tilkynnt um að
meðaltali 300 kynferðisofbeldismál á ári. Sama heimild.
14 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, „Sá sig í fyrsta skipti þegar hún dó“, bls. 50. Á
Ritþingi Gerðubergs árið 2011 sat Vigdís fyrir svörum en þar ræddi hún meðal
annars viðtökur verka sinna og hvernig fólk gerði oft ekki greinarmun á veruleika og
skáldskap. Sjá „Vigdís Grímsdóttir Ritþing“, 5. nóvember 2011, bls. 13.
15 Pétur Blöndal, „Vigdís Grímsdóttir: Og ég varð ein af skrítna fólkinu“, Sköpunarsögur,
Reykjavík: Mál og menning, 2007, bls. 92–115, hér bls. 114.