Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 132
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
145
um nýlendum evrópskra nýlenduvelda í Asíu, Afríku og Rómönsku Amer-
íku; frá Evrópu séð var því horft austur og suður á bóginn. Þegar fræðimenn
tóku að beina sjónum í norður komust þeir brátt að raun um að vandamál
nýlendustefnunnar í suðri og austri voru af öðrum toga en á norðurslóðum.
Norðurslóðir tilheyrðu ekki annarri heimsálfu heldur var um að ræða tiltölu-
lega lítið landsvæði þar sem íbúarnir voru í flestum tilvikum „eins“ og því
komu flokkunarkerfi kynþáttahyggju og trúarbragða aðeins að gagni að tak-
mörkuðu leyti. Á undanförnum tveimur áratugum eða svo hafa fræðimenn á
sviði hug- og félagsvísinda skoðað Ísland út frá sjónarhorni eftirlendufræða
í vaxandi mæli. Hefur þessi nálgun ekki verið óumdeild og varðar það m.a.
notkun nýlenduhugtaksins til að lýsa stöðu Íslands innan danska ríkisins.31
Í pólitískum skilningi virðist ekki vera hægt að gefa afdráttarlaust svar um
það hvort Ísland hafi verið nýlenda eða ekki en hins vegar hefur verið bent á
og börðust um leið fyrir pólitísku og menningarlegu sjálfstæði frá nýlenduveldum
Evrópu. Sá rammi, sem fræðunum er oftast settur í dag, er talinn hafa verið
skilgreindur í bók Edwards Saids Orientalism sem kom út árið 1978. Innan hans
er lögð áhersla á þá spennu og krafta sem eru til milli miðborgar nýlenduveldisins
(e. metropolis) og fyrrum nýlendna; horft er gagnrýnum augum á Evrópu-miðaðan
hugsunarhátt (e. Eurocentrism) og sérstök rækt lögð við þá hópa sem telja má
fórnarlömb hans vegna t.d. litarháttar, hernaðarlegrar útþenslustefnu, arðráns eða
misnotkunar af ýmsu tagi. Sjá, Hans Bertens, Literary Theory, þriðja útgáfa, The
Basics, London og New York: Routledge, 2014, bls. 169-173.
31 Gavin Lucas og Angelos Parigoris, „Icelandic Archaeology and the Ambiguities of
Colonialism“, Scandinavian Colonialism and the Rise of Modernity: Small Time Agents in
a Global Arena, ritstj. Magdalena Naum og Jonas M. Nordin, Contributions to Global
Historical Archaeology, New York/ Heidelberg/Dordrecht/London: Springer, 2013
bls. 89-104, hér bls. 91-94. Í þessu sambandi hefur verið bent á röksemdafærslu Jóns
Sigurðssonar fyrir sjálfstæði Íslands en hún fólst í því að landið væri hvorki nýlenda
né hjálenda (d. biland) heldur sérstakt sambandsland í persónulegu sambandi við
konung Noregs og síðar Danmerkur. Guðmundur Hálfdanarson, „var Ísland
nýlenda“, Saga 52: 1/2014, bls. 42-75, hér bls. 47. Þrátt fyrir andstöðu Jóns festi
hugtakið hjálenda sig í sessi þegar kom að því að lýsa stöðu Íslands innan danska
ríkisins, virðist það hafa hugnast Íslendingum betur en nýlenda því það aðgreindi
landið frá nýlendum Dana, eins og Færeyjum, Grænlandi og Dönsku vestur Indíum,
en færði það um leið nær vestrænum Evrópuþjóðum sem þeir vildu samsama sig.
Sjá, Íris Ellenberger, „Somewhere Between “Self” and “Other”: Colonialism in
Icelandic Historical Research“, Nordic Perspectives on Encountering Foreignness, ritstj.
Anne Folke Henningsen, Leila koivunen og Taina Syrjämaa, Histories 1, Turku:
General History, University of Turku, 2009, bls. 99-114, hér bls. 100. Tregða
Íslendinga til að láta flokka sig með íbúum nýlendna Dana kemur greinilega fram
í viðbrögðum þeirra við Nýlendusýningunni í kaupmannahöfn árið 1905, sjá Jón
Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Íslendingum: Deilur um Nýlendusýninguna 1905“,
Þjóðerni í þúsund ár, ritstj. Jón Yngvi Jóhannsson, kolbeinn Óttarsson Proppé og
Sverrir Jakobsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 135-150.