Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 125
HAUkUR INGvARSSON
138
ríkjamanna.3 Í kjölfarið fjölgaði þýddum og útgefnum verkum eftir banda-
ríska höfunda enn frekar í Evrópu. Faulkner var einn af þeim sem barst
með þessari bandarísku bylgju en þýðingar á verkum hans á frönsku, sem
hófust árið 1932, voru mikilvægur áfangi á leið hans inn á hið alþjóðlega
svið bókmenntanna og stundum er jafnvel látið í veðri vaka að vinsældir
hans í Frakklandi hafi leitt til þess að hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum árið 1950.4 Þá vill gleymast að menntamenn á Norðurlöndum
tóku snemma að gefa þessum lítt kunna bandaríska rithöfundi gaum. Þann-
ig skrifaði sænska skáldið Artur Lundkvist fimm síðna grein um Faulkner í
tímaritið Bonniers Litterära Magasin árið 1932 sem fylgdi úr hlaði þýðingu
hans á smásögunni „A Rose for Emily“ eða „En ros åt Emily“.5 Ári síðar kom
skáldsagan Soldiers’ Pay (1926) út í Noregi í ritröðinni Gyldendals moderne
romanserie undir heitinu Soldatens Sold (1933) og Light in August (1932) eða
Mørk august (1934) ári síðar.6 Ritstjóri norsku ritraðarinnar, Sigurd Hoel,
3 Gisèle Sapiro, „Faulkner in France: Or How to Introduce a Peripheral Unknown
Author in the Center of the World Republic of Letters“, Journal of World Literature
1: 3/2016, bls. 391-411, hér bls. 394. Í ræðunni sem Sinclair Lewis flutti við
afhendingu Nóbelsverðlaunanna sýndi hann bandarískum kollegum sínum mikið
örlæti. Lyfti hann verkum þeirra og lagði áherslu á þau áhrif sem þeir höfðu haft á
hann. Á sama tíma gagnrýndi hann bandarískt samfélag harðlega á sömu forsendum
og margir evrópskir menntamenn höfðu gert í gegnum tíðina. Sumir höfundanna
sem Lewis nefndi voru eldri en hann sjálfur og höfðu skapað sér nafn t.d. Upton
Sinclair, Sherwood Anderson og Willa Cather, aðrir voru yngri og lítt þekktir
jafnt heima sem heiman. Í þeim hópi mætti telja Thomas Wolfe, Michael Gold
og William Faulkner. Sjá, Sinclair Lewis, „Nobel Lecture: The American Fear of
Literature“, sótt 3. apríl 2019 af http://www.nobelprize.org/nobel_prizes/literature/
laureates/1930/lewis-lecture.html.
4 Pascale Casanova, The World Republic of Letters [La république mondiale des lettres],
þýðandi M.B. DeBevoise, Cambridge, Massachusetts/London, England: Harvard
University Press, 2004, bls. 131. Faulkner hlaut strangt tiltekið Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum fyrir árið 1949 en hann tók ekki við þeim fyrr en 1950.
5 Grein Lundkvists er sú fyrsta sem fjallar sérstaklega um Faulkner og verk hans í
Svíþjóð. Artur Lundkvist, „William Faulkner“, Bonniers litterära magasin 1: 6/1932,
bls. 6-10. Nafn Faulkners hafði þó borið á góma í umfjöllun um bandarískar
bókmenntir. Mats Jansson, „Swedish Modernism“, Modernism, ritstj. Ástráður
Eysteinsson og vivian Liska, Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins Publishing
Company, 2007, bls. 837-845, hér bls. 840. Um viðtökur verka William Faulkners
í Svíþjóð sjá, Janson, Mats, „In the Treces of Modernism: William Faulkner in
Swedish Criticism 1932-1950“, Humanities 7: 4/2018, bls. 96-128.
6 Hans Heiberg þýddi Soldatens sold en Mørk august þýddi ritstjórinn Sigurd Hoel.