Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 127
HAUkUR INGvARSSON
140
hjálmsson og Guðbergur Bergsson gengist við áhrifum frá honum þá hefur
íslensk bókmenntaumræða að langmestu leyti farið varhluta af þeim viða-
miklu rannsóknum sem gerðar hafa verið á Faulkner og verkum hans og
stundum er vísað til sem hins alþjóðlega Faulkner iðnaðar.12
Í þessari grein er horft á rannsóknir undanfarinna tveggja áratuga á því
hvers vegna verk Faulkners hafa höfðað sérstaklega til rithöfunda á svæðum
sem staðið hafa höllum fæti í efnahagslegu og menningarlegu tilliti, ýmist
innan heimalanda sinna eða gagnvart erlendu valdi. Meðal þess sem fræði-
menn hafa lagt sérstaka rækt við er að kanna tengsl milli forms skáldverka
Faulkners og þess sögu- og félagslega jarðvegs sem þau spruttu úr.13 Um-
fjöllunin hér á eftir skiptist í tvo hluta; í þeim fyrri verður kannað með hvaða
hætti Guðmundur Daníelsson nýtir byggingarlag og hugmyndaheim skáld-
sögunnar Light in August eða Ljós í ágúst í Eldi, fyrsta bindi þríleiksins Af
jörðu ertu kominn.14 Í þeim síðari er spurt hvort og þá hvernig Guðmundur
12 Jay Parini, „Faulkner’s Lives“, A Companion to William Faulkner, ritstj. Richard C.
Moreland, Maldan, Oxford og victoria: Blackwell Publishing, 2007, bls. 104-112,
hér bls. 105. Auk fjölda ævisagna, fræðirita og ritgerðasafna sem komið hafa út má
nefna að The University of Mississippi hefur í á fimmta áratug staðið fyrir árlegum
þematengdum ráðstefnum undir yfirskriftinni Faulkner and Yoknapatawpha
Conference sem síðan er fylgt eftir með veglegum ráðstefnuritum. Einnig eru
starfrækt rannsóknarnet víða um heim en öflugast þeirra er The Faulkner Society,
sem gefur út tímaritið The Faulkner Journal tvisvar á ári auk þess að skipuleggja
málstofur á helstu hugvísindaþingum Bandaríkjanna, m.a. árlegri ráðstefnu Modern
Language Association. Margar rannsóknir liggja fyrir á viðtökum Faulkners
og verka hans í einstökum þjóðlöndum þar sem einkum er horft á þýðingar og
blaðadóma, auk þeirra rannsókna sem þegar hafa verið nefndar neðanmáls má nefna
Gordon Price-Stephens, „The British Reception of William Faulkner 1929-1962“,
Mississippi Quarterly 18: 3/1965, bls. 119-200 og François Pitavy, „The Making of
a French Faulkner: A Reflection on Translation“, The Faulkner Journal 24: 1/2008,
bls. 83-97.
13 Hosam Aboul-Ela birtir yfirlit yfir þessar rannsóknir í greininni „Faulkner as/and
the postcolonial writer“, William Faulkner in Context, ritstj. John T. Matthews, New
York: Cambridge University Press, 2015, bls. 288-97.
14 Ljós í ágúst kom upphaflega út í Bandaríkjunum í október árið 1932 undir heitinu
Light in August. Í meginmáli ritgerðarinnar er vísað til skáldsögunnar Ljós í
ágúst en svo hefur hún verið kölluð á íslensku a.m.k. síðan 1953 þegar kaflinn á
„krossgötum“ birtist í tímaritinu Úrvali 12. árg. 6. hefti bls. 89-112. Þýðandi kaflans
er Óskar Bergsson. Árið 1999 gaf bókaforlagið Bjartur Ljós í ágúst út í heild sinni í
íslenskri þýðingu Rúnars Helga vignissonar. Í meginmáli greinarinnar er þeirri hefð
í Faulkner-fræðum fylgt að vísa til útgáfu The Library of America. Er heiti Light in
August skammstafað LA í tilvísunum í meginmáli en á eftir fylgir blaðsíðutal. Um
er að ræða: William Faulkner, Light in August, William Faulkner: Novels 1930-1935,
New York: The Library of America, 1985, bls. 399-774.