Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 49
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
62
konur hennar gátu verið með sínum börnum. […] Tveir gátu meira saman
en einn.“ (145) Enn og aftur má sjá hvernig samfélagsgerðin hefur haft áhrif
á Gríms. Samfélagsbreytingar á Íslandi voru afar örar á seinni hluta síðustu
aldar, ekki síst á stöðu konunnar og hlutverki hennar. Áður höfðu konur
verið heimavinnandi og séð um börn og bú en þegar Gríms eignast sín börn
og elur þau upp er stór hluti kvenna kominn út á vinnumarkaðinn. Þar með
minnkuðu þó ekki kröfur samfélagsins til kvenna, þvert á móti jukust þær,
þeim var ætlað að ná árangri í starfi, sinna uppeldi barna sinna vel og vand
lega og hugsa um heimilið (gjarnan á sama hátt og heimavinnandi mæður
þeirra og/eða ömmur), auk þess sem þær áttu að hlúa að hjónabandinu og
sjálfri sér.52 Kröfurnar voru með öðrum orðum svo miklar að erfitt var að
verða við þeim. Breytingarnar fólu einnig í sér að feður þurftu að taka ríkan
þátt í uppeldi barna sinna og sinna heimilinu; en oft var það frekar í orði en
á borði. Ljóst er að samviskubit Gríms er ekki aðeins tilkomið vegna þess að
hún þarf að skipta tíma sínum á milli margvíslegra verka heldur einnig vegna
þess að hún er einstæð, fráskilin móðir.
Dísa nefnir að samviskubit Gríms vegna barna sinna hafi síst minnk
að eftir að vinkona Gríms hafi sagt við hana að hún „h[e]fði sjálf valið að
vera einsömul móðir og g[æ]t[i] því sjálfri sér um kennt“ (145). Þrátt fyrir
kvennabaráttu og samfélagsbreytingar sem stuðla að sjálfstæði konunnar og
jafnrétti meðal kynjanna má greina í orðum vinkonunnar að enn eimi eftir
af gömlum ríkjandi hugmyndum um stöðu konunnar: hún á að vera gift
manni sínum og sjá um börn og bú. Orðin orka þar með eins og óþægileg
staðfesting á því að Gríms er ekki eins og samfélagið krefst af henni. Þó vin
konan hefði síðar samband og afsakaði framkomu sína dugði það ekki til,
athugasemdin gleymdist ekki heldur geymdist:
Gríms var þegar búin að skrifa athugasemd vinkonunnar góðu
í samviskubitsbók niðurrifsins, svellþykkan sjálfsvorkunnardoðrant
sem hafði það einkenni að ekkert sem í hann var skrifað máðist
út heldur öðlaðist endurnýjun lífdaga með stuttu en jöfnu milli
bili – og eðli málsins samkvæmt var þessi doðrantur ekki hótinu
skemmtilegri aflestrar en framhjáhaldssögur vinkvenna hennar.
(145, leturbr. mín)
52 Sbr. „Það er alltaf konan sem lúffar“, viðtal við Kristínu Jónsdóttur, Þjóðviljinn, 19.
júní 1980, bls. 8–9, 13, hér bls. 13. niðurstöður rannsóknar sem gerð var hérlendis
2013 leiddu í ljós að á heimilum gagnkynhneigðra para/hjóna sjá konur að stórum
hluta um heimilisstörf en karlar um viðhald. Þóra Kristín Þórsdóttir, Kolbeinn
Stefánsson og Stefán ólafsson, „Verkaskipting Íslendinga 2013“, 24. október 2014.