Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 107
SIGRÚN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
120
ríkjunum um miðja 19. öld kvartaði fólk vegna þess að það sá drauga ferðast
fram og aftur um vírana.58 Síminn var jafnframt talinn mikilvægt millistykki
lifenda við handanheima. Í dagbókum Thomas Edisons eru vísbendingar
um að hann hafi reynt að búa til svokallaðan andasíma til að geta átt sam-
skipti við framliðna snemma á 20. öld.59 Thomas Watson, aðstoðarmaður
Alexanders Grahams Bell trúði því einnig að síminn gæti verið tengitól við
andaheiminn.60 Þetta á einnig við um aðra miðla, því hver og einn er vett-
vangur til að framleiða og birta drauga.61
Í árdaga sjónvarpsins gengu ýmsar sögur um draugagang á skjánum, til
dæmis af látnum einstaklingum sem bjuggu handan glersins og reyndu að
hafa samband í gegnum suðið í snjónum líkt og í kvikmyndinni White Noise
(Geoffrey Sax, 2005). Í einhverjum tilfellum teygðu útlimir sig út úr skján-
um og tóku jafnvel sjónvarpið úr sambandi, sem minnir á hrollvekjur á borð
við Ringu (Hideo Nakata, 1998).62 Auk þess var því haldið fram að látnir ætt-
ingjar hefðu birst á skjánum, löngu eftir andlátið – þó að kvikmyndavél hefði
aldrei verið beint að þeim – svo fáein dæmi séu nefnd.63 Þá er netið ótalið.
Netheimar eru draugalegt fyrirbæri, þeim tengjast allir miðlar í sam-
tímanum svo ekki sé talað um að nútímasamskipti fara að mestu leyti fram
í þeim.64 Þeir eru því ekki undanskildir tæknihræðslunni sem fyrr birtist,
tengd uppfinningum sem breyttu samskiptum manna. Slík hræðsla kemur
58 Melissa Groundlund, „Return of the Gothic: Digital Anxiety in the Domestic
Sphere“, e-flux journal (51), janúar 2014, sótt 7. mars 2019 af http://worker01.e-
flux.com/pdf/article_8977379.pdf.
59 Austin C. Lescarboura, „Edisons Views of Life and Death: An Interview with the
Famous Inventor Regarding his Attempt to Communicate with the Next World“,
Scientific American, 30. okt. 1920, bls. 446–460, hér bls. 446.
60 Molly McGarry, Ghosts of Futures Past: Spiritualism and the Cultural Politics of
Nineteenth Century America, California: university of California Press, 2008, bls. 14.
61 John Durham Peters, Speaking into the Air: A History of the Idea of Communication,
Chicago: university of Chicago Press, 1999, bls. 139.
62 Brant Scwancer, „Ghosts in the Machine: The Strange World of Haunted
TV“, Mysterious universe, 8. desember 2016, sótt 19. maí 2019 af https://
mysteriousuniverse.org/2016/12/ghosts-in-the-machine-the-strange-world-of-
haunted-tvs/.
63 Henry Nicolella, Frank Wisbar: The Director of Ferryman Maria, from Germany to
America and Back, Jefferson, North Carolina: McFarland & Company, 1998, bls.
216.
64 Trond Lundemo, „In the Kingdom of Shadows: Cinematic Movement and Its
Digital Ghost“, The YouTube Reader, ritstj. Pelle Snickars og Patrick Vonderau,
Stokkhólmur: National Library of Sweden, 2009, bls. 316.