Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 177
DAGný KRISTJÁnSDóTTIR
174
með sígarettum eða kveikjurum. Áráttuhegðun af þessu tagi getur skarast
við og tengst geðröskunum eða -sjúkdómum eins og áfallastreituröskun eða
PTSD („post traumatic stress disorder“), tengslahömlun, andfélagslegri
hegðun, fíkniefnanotkun og átröskunum.
Af hverju skaðar fólk sig af ásetningi?
Í greiningarviðmiðum American Psychiatric Association (APA), DSM-5,13
er aðgreiningin milli sjálfsmorðsásetnings og sjálfsskaða lögð til grundvallar
og annað útilokar hitt í upphafi. Þar er spurt um hvort einstaklingur hafi
skaðað sig fimm daga eða oftar síðasta ár. Tilgangur einstaklingsins er oftast
sá að fá frið frá neikvæðum tilfinningum eða hugarástandi, leysa innri vanda-
mál eða ná sælutilfinningu. Áhrif sjálfsskaðans í þessa veru eru umsvifalaus
en ekki varanleg. Í sjálfsskaðanum felst þannig þversögn, líkaminn er særður
í heilunartilgangi. Einstaklingar geta orðið háðir þessu atferli.
Samkvæmt viðmiðum APA eru eftirfarandi ástæður, minnst ein, fyrir
sjálfssköðun af ásetningi: Innri erfiðleikar, þunglyndi, ótti, spenna, reiði,
kvíði eða sjálfsgagnrýni sem plaga fólk áður en það skaðar sig. Áður en
það gerist getur það ekki um annað hugsað hvort sem það lætur verða af
meiðingunum eða ekki. Sjálfsskaðinn er ekki samþykktur af samfélaginu.
Þetta skilur t.d. á milli húðflúrs, eyrnalokka, hringja, pinna og annars and-
litsskrauts sem er fest í húðina og er hluti af helgisiðum eða tískustraumum
o.s.frv. Sjálfsskaðar og afleiðingar hans kalla á vanlíðan eða truflun á sam-
skiptum sjálfsskaðara við heilsustarfsmenn eða kennara og atvinnurekendur.
Og loks kemur fram að þessa hegðun er ekki hægt að skýra betur með öðr-
um sjúkdómsmyndum eins og geðröskun eða fíkn o.s.frv.14 Þetta síðasta er
mikilvægt eins og Matthew K. nock bendir á. Hann segir að sjálfsskaðandi
hegðun sé ekki geðsjúkdómur í sjálfri sér heldur komi hún fyrir innan margs
konar geðtruflana. Hann varar við einfölduðum myndum af sjálfssköðum.
Það er til dæmis mikil fylgni milli kynferðislegrar misnotkunar barna sem
hefur lágt sjálfsmat í för með sér og sjálfsskaða síðar meir. Þetta er þó ekki
einhlítt og ekki hægt að líta sjálfkrafa á misnotkun sem ástæðu sjálfsskaða.15
Ein af ástæðunum sem nefndar hafa verið er að sjálfsskaðarar séu að
krefjast athygli og víst er það þáttur í því þegar ungt fólk sýnir og ber saman
sár sín á sérstökum síðum samfélagsmiðlanna. Þeir sem sýna sár sín eru að
13 DSM-5 er skammstöfun á Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 5.
útgáfa, 2013.
14 Bo Møhl og Lotte Rubæk, „Selvskade – smertens paradoks. Innledning“, bls. 6.
15 Matthew K. nock, „Why do People Hurt Themselves? new Insights Into the